Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 114
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
aða dómara, Walter J. Líndal í til-
efni af þeirri virðing og vegsauka,
sem honum hefir fallið í skaut.
Frammi fyrir afrekum einhvers úr
hópi vorum hverfur allur skoðana-
munur vor landanna. Vér finnum
þá allir til skyldleikans og til skyld-
unnar að tjá þakkir og sýna virðing-
arvott þeim, sem á einhvern hátt
skara fram úr, og auka þannig
hróður þjóðarbrots vors hér í landi.
Vér komum þá saman í kvöld, ekki
einungis vegna heiðursgestsins, held-
ur einnig vegna sjálfra vor til þess
að vér getum þeim mun betur
glaðst hverir með öðrum. Oss finst
sem vér stækkum við hvert Grettis-
tak sem landinn lyftir, og fögnum
því að einum úr vorum hópi hefir
hepnast að klífa þrítugan hamar-
inn og komist upp á hátind á því
sviði, sem hann hefir kosið sér í
lífsbaráttunni. Því ber ekki að
leyna að vér höfum stækkað, og
erum ávalt að stækka sem þjóð-
flokkur fyrir afrek vorra bestu
manna. Dæmi þeirra hafa orðið
oss hvöt til að hugsa drengilega og
stefna hátt. Vér höfum vaxið inn
á við að trausti og sjálfsvirðingu.
Vér höfum einnig vaxið út á við í
áliti hinna mörgu þjóðflokka, sem
ásamt oss byggja þetta land. Eg
minnist í þessu sambandi samtals
sem Grettir konsúll Jóhannsson og
eg áttum nýlega við hinn virðulega
fylkisstjóra Manitoba fylkis á skrif-
stofu hans hér í borginni. í sam-
ræðu, sem fjallaði um ýmsa þjóð-
flokka hér í landi lét fylkisstjórinn
svo um mælt, að það væri langt
síðan Kanadamenn hefðu hætt að
skoða íslendinga sem útlenda menn
á þessum slóðum. Mannkosta sinna
vegna og þegnhollustu kvað hann
þá hafa skipað sér á bekk með
Engilsöxum og Ameríkumönnum í
meðvitund alls þorra manna. Vér
höfum enga ástæðu til að efast um,
að hinn háttsetti embættismaður,
fulltrúi konungsins, hafi verið fylli-
lega einlægur í þessum ummælum,
né heldur það að hann túlki ekki
almenningsálitið að því er þjóðflokk
vorn snertir. En oss er hinsvegar
ljóst að þessi lofsverði hróður vors
litla þjóðarbrots er til orðinn í með-
vitund manna yfirleitt vegna fram-
komu þeirra á meðal vor, sem í
fylkingarbrjóstum hafa staðið, og'
einn þeirra á meðal hlýtur heiðurs-
gestur vor að teljast. Hver sá á
meðal vor, sem skarar fram úr í
þeim málum, sem til góðs miða, er
þannig lifandi og áhrifamikil aug-
lýsing fyrir þjóðflokk vorn, og
kynningarstarfsemi, sem þannig er
unnin, er hin lofsamlegasta þjóð-
rækni. Fyrir þessa þjóðræknisstarf-
semi vil eg nú þakka yður, herra
dómari, fyrir hönd stjórnarnefndar
og meðlima Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi.
Vér finnum til nokkurs metnaðar
í tilefni af því, að heiðursgestur
vor, borinn og barnfæddur íslend-
ingur, hefir hlotið dómarasæti, sá
fyrsti af vorum þjóðflokki, sem
hlotið hefir slíkt embætti hér í
Kanada. Vér vitum, að til þessa
frama liggja ýmsar orsakir. Kemur
þar þá fyrst til greina arfurinn, sem
hann hlaut í vöggugjöf, skapgerðin,
skerpan, festan og áhuginn, sem
mótuðust á heimili íslenzka land-
nemans; og þá einnig mentunin,
sem hann hlaut vegna fórna og
sjálfsafneitunar þeirra, sem á æsku-
aldri báru hag hans og framtíð fyrir
brjósti. íslenski arfurinn var ef til