Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 139
ÞINGTÍÐINDI
115
að margir hafa óskað að þeir fengju að
sjá þetta leikrit leikið hér. pá kom Lúð-
vik Kristjánsson með sín frægu x-messu-
ljóð, sem flesta ætluðu að sprengja af
hlátri. Hinar tvær samkomurnar voru
“concertin”, sem áður er minst, þar sem
Þau Dr. Richard Beck og Mrs. J. K. Ólaf-
son fluttu sitt erindið hvort á háðum
stöðum. I fyrstu hafði verið fyrirhugað,
að nokkrir af Brown-búum tækju þátt I
skemtiskránni við “concertið” á Mountain,
en fyrir þær hömlur, sem settar voru við
að komast yfir merkjalínuna 1. júll s.l.
varð að hverfa frá því.
Að tilhlutan forseta okkar deildar, S. S.
Laxdai, var gerð tilraun með að hafa sam-
vinnu við deildina I Brown s.l. vor, þannig
að deildimar heimsæktu hvor aðra á víxl,
og hjálpuðu til við prógram. petta lukk-
aðist ekki nema að hálfu leyti I þetta
sinn. Um 17—20 meðlimir fóru norður á
skemtifund hjá þeim. En ekki vita menn
með vissu hvað mikið þeir hafa skemt
Brown-búum, þvl þeir létu lltið yfir sjálf-
um sér, en mikið yfir ágætum viðtökum.
Pá stóð einnig “Báran” fyrir því að leik-
flokkur Sambandssafnaðar I Winnipeg kom
suður með leikinn “Ofureflið” 24. mal s.l.,
og þó að deildin ekki græddi mikið á þvl
fjárhagslega, þá varð koma þeirra öllum
til ánægju, sem leikinn sóttu, og öllum
þeim sem leiklist unna ávinningur á and-
lega vlsu. Við þökkum þvf öllum þeim,
sem hafa heimsótt okkur til að skemta
okkur á einhvem hátt og þeim sem fylgst
hafa með til að sækja samkomur þær, sem
deildin hefir staðið fyrir.
Pess má einnig geta sem viðauka, að
deildin stóð fyrir tveim spilafundum I
desember, á Mountain og Garðar.
Á árlnu hafði deildin þá 4 fundi, sem
lög hennar ákveða, og auk þess nokkra
stjjórnarnefndarfundi. Við byrjun ársins
1940 taldi deildin 70 meðlimi, en við byrj-
un þessa árs 91 (fullgilda meðlimi).
1. febrúar 1940 voru í sjóði $23.02; inn-
tektir á árinu $159.95; útgjöld $170.64;
i sjóði 8. febr. 1941, $12.33. “Báran”
skuldlaus.
1 umboðl delldarinnar “Báran”,
Th. Thorfinnson, skrifari.
Var skýrslan samþykt samkvæmt tillögu
Kristjáns Indriðasonar og Sveins Thor-
Waldsonar.
Ásmundur P. Jóhannsson, formaður kjör-
öréfanefndar, lýsti nauðsyn á þvl að
erindrekar leggi fram skírteini sln um rétt-
indi til þingsæta.
Mrs. Sveinn Björnson lagði fram skýrslu
fyrir deildina “Esjan” I Árborg.
Skýrsla frá þjóðræknisdeildimii “Esjan”
í Arborg, 1940
Á ársfundi deildarinnar 11. febr. 1941,
var meðlimatala 46, og höfðu þeir allir
borgað ársgjald sitt og fengið ritið.
Fimm fundir höfðu verið haldnlr á árinu
og var ýmislegt haft um hönd bæði til
fróðleiks og skemtunar s. s. upplestur á
Islenskum ljóðum, stúlkna-söngflokkur und-
ir stjórn Miss Maríu Bjarnason, spurning-
ar og svör um íslensk efni og margt þessu
líkt. pá höfum við og haft kaffiveitingar
á eftir fundum og hafa allir farið vel á-
nægðir með kveldstundina. Umræður hafa
farið fram um ýms efni viðvíkjandl deild-
inni, og á slðastliðnu hausti var ráðist I
að byrja á kenslu I íslensku. Hefir sú
kensla nú farið fram á þessum vetri og
hafa innritast 32 böm, sem skift hefir ver-
ið niður I fjórar deildir. Kennarar eru
fjórir og hefir þessi byrjun gengið framar
öllum vonum. Kenslan er lestur og skrift
og Islenskir söngvar, sem Miss Marla
Bíjarnason — fimti kennarinn — stýrir.
Höfum við I hyggju að efna til samkomu
með vorinu og láta börnin skemta með
upplestri og söng til þess að sýna þann
árangur, sem orðið hefir af þessu starfi.
Ársfundur deildarinnar var haldinn 11.
febrúar og voru þá embættismenn kosnir
fyrir næsta ár:
Gunnar Sæmundson, forseti (endurk.)
B. I. Sigvaldason, vara-forseti
Marja Björnson, ritari
Ellas Elíasson, féhirðir
Dr. S. E. Björnson, fjármálaritari.
Var skýrslan viðtekin samkvæmt tiilögu
Sveins Pálmasonar og Hjartar Hjaltalín.
Thor Marvin lagði fram skýrslu frá
deildinni “Snæfell" I Churchbridge, Sask.
Arsskýrsla þjóðræknisdeildarinnar
“Snæfell” fjæir árið 1940
Deildin hefir starfað með llkum hætti og
undanfarin ár. Hefir verið leitast við að
halda I horfinu eftir föngum, og leggja lið
þeim málum, er verða mættu þjóðræknls-
starfinu til eflingar.
Starfsfundir hafa verið haldnir þrír á
árinu og tvær skemtisamkomur. Auk þess