Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 48
24 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Sprenging og grjóthrun. Aðalbjörg hleypur á fætur og grípur í hand- legg Ragnars). Aðalbjörg: Hvaða skelfing er það, sem gengur á! Ásdís (kemur út): Æ, guð komi til! (Ragnar leiðir Aðalbjörgu að bænum). Ragnar: Það er ekkert að óttast. Þetta eru bara vinnumenn Aðal- steins að sprengja grjót í hvamm- inum. Ásdís: Æ, eg vildi að hann Steini minn færi að koma. Eg ætla að biðja hann að hætta þessum spreng- ingum. Aðalbjörg: Þú mátt ekki búast við hann hætti við hálfunnið verk, — nema því aðeins að hann sjái, að verkið svari ekki kostnaði. Ásdís: Eins og hann sé ekki nógu auðugur! Hvað hefir hann með meira að gera? — Æ, því kemur hann ekki? Hann sagði mér það, að hann kæmi í dag, og nú er liðið undir kvöld. Ragnar: Sonur þinn hefir í mörg horn að líta. Hann staldrar eflaust við í hvamminum, en kemur svo hingað beina leið. Ásdís: Og verður hjá mér í nótt — eina nótt eftir tuttugu ár. Ragnar: Eg held eg megi ganga hérna upp á ásinn og vita, hvort eg sé nokkuð til hans. (Fer út til vinstri). Ásdís: Þessi ósköp eru engu líkari en jarðskjálftum. Þegar eg heyrði þá fyrri, hélt eg að Ausan væri að gjósa. Og hver veit, nema þessir kippir komi henni af stað? Aðalbjörg (hlær): Hvaða vitleysa! Við erum þessu svo óvanar, að það æsir upp ímyndunaraflið hjá okkur, og virðist miklu voveiflegra en það í raun og veru er. Ásdís: Mér heyrðist skriða fylgja seinni sprengingunni. Aðalbjörg: Það hefir kanske losn- að steinn í Tröllasæti. Ásdís: Það getur hrunið úr því, bæði niður í hvamminn og ofan fyrir sjávarbakkann. Aðalbjörg: Þeir sjá um að ekki hljótist slys af því. Ásdís: Guð gefi orðum þínum sigur. Eg er orðin svo gömul og ístöðulaus. Aðalbjörg: Eg verð hjá þér þang- að til Aðalsteinn kemur. Við skul- um bíða hans hérna úti í góða veðrinu. (Leiðir Ásdísi yfir leik- sviðið. Þær setjast. Aðalbjörg sést ekki frá bæjardyrunum). Ásdís: Bærinn lék á reiðiskjálfi áðan. (Þögn). Borga mín, þið Steini minn verðið að hittast og talast við. Aðalbjörg: Já, eg hafði hugsað mér það. En svo er hann sjálfsagt búinn að gleyma mér fyrir löngu. Annars hefði hann minst á mig í bréfum sínum til þín. Ásdís: En hann hefir þó ekki kvænst enn. Aðalbjörg: Og aldrei skrifað mér línu. Ásdís: Steini minn hefir ætíð dregið dul á tilfinningar sínar. Aðalbjörg: Hann hefir ef til vill ekki haft mikið að dylja. Ásdís: Steini minn var þó góður drengur. Aðalbjörg: Þeir, sem gæddir eru auðugu tilfinninga-lífi, eru oft gjarnir til að eigna öðrum líkt hjartalag. Ásdís: En góður drengur gengur ekki á bak orða sinna. Hann lofaði þér, að hann skyldi koma aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.