Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 60
36
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
Þá hefir hann eigi unnið lítið
fræðslustarf í íslands þágu með því
að svara öllum þeim sæg af fyrir-
spurnum um íslensk efni og norræn,
sem honum hafa borist úr mörgum
áttum síðan hann hóf kenslustarí
sitt í Cornell fyrir meira en aldar-
þriðjungi. Enda er það segin saga,
að Halldór Hermannsson er óspar á
það, að mikla öðrum af sínum mikla
og víðtæka þekkingarforða á ís-
lenskum fræðum og norrænum;
þeim, sem fást við þau fræði hérna
megin hafsins, verður einnig tíðum
til hans leitað. Eigi eru þær þá
heldur fáar bækurnar í þeim fræð-
um, er komið hafa út hér vestra,
þar sem hans er þakklátlega minst
í formála fyrir aðstoð og hollar
bendingar.
II.
Bókavarðarheitið er fyrir löngu
síðan orðið fasttengt við nafn Hall-
dórs Hermannssonar í munni landa
hans austan hafs og vestan, og víst
mun hann láta sér það virðingar-
nafn vel líka, enda sæmir það hon-
- um flestum betur.
Þegar hann tók við forstöðu ís-
lenska bókasafnsins í Cornell að
Willard Fiske látnum, var það orðið
8600 bindi, en nú er það kringum
20,000 bindi, stærst og fjölbreyttast
íslenskt bókasafn, að undanteknu
Landsbókasafni íslands og Konungs-
bókhlöðu í Kaupmannahöfn. Hefir
safnið því meir en tvöfaldast að
bindafjölda síðan Halldór Her-
mannsson tók þar við bókavörslu,
en Willard Fiske hafði búið svo um
hnútana fjárhagslega, að safnið
gæti haldið áfram að kaupa íslensk-
ar bækur og merkustu rit um ísland
á erlendum málum. Með árvekni
og hagsýni hefir Halldóri Hermanns-
syni tekist að afla safninu árlega
meginhluta þeirra bóka, er koma út
á íslensku, eða nær allra slíkra
bóka, og helstu rita um íslensk efni
á öðrum tungum. Hefir það eitt
sér verið ærið verk og umhugsunar-
frekt. Jafnframt hefir hann ann-
ast um alla hirðu á safninu með
þeim hætti, að óhikað má til fyrir-
myndar teljast. Byggi eg þá stað-
hæfingu á kynnum mínum af safn-
inu árum saman, og hafa aðrir, sem
þar hafa verið við nám eða fræði-
iðkanir, sömu sögu að segja.
En Halldór Hermannsson hefir
gert miklu meir en að afla safninu
nýrra rita og hirða um það að öðru
leyti. Hann hefir gefið út bókaskrár
yfir Fiske-safn, er réttilega hafa
taldar verið til stórvirkja, en stofn-
anda safnsins entist eigi aldur til
að vinna það verk. Bókaskrár þess-
ar (1914 og 1927), sem eru nærri
þúsund blaðsíður í stærðarbroti, að
frátöldum efnisskrám, gefa ágseta
hugmynd um auðlegð og fjölbreytni
Fiske-safns fram til 1926; og nú er
þriðja bindi þeirrar bókaskrár a
uppsiglingu og mun verða svipað að
stærð og annað bindi hennar. Munu
fæstir gera sér í hugarlund, hvílíka
elju og nákvæmni samning slíks
verks útheimtir, enda fórust dr Páb
Eggert Ólasyni þannig orð um fyrsta
og aðalbindi þess, sem er 755 bls->
auk inngangsritgerðar (í ritdómi 1
Skírni 1914): “Það er skjótast af að
segja, að þetta rit er hið mesta stor-
virki, sem innt hefir verið af hÖnd-
um í íslenskri bókfræði fram a
þenna dag. Það má teljast æ*1'*
ævistarf einum manni að hafa leyst
af höndum eitt slíkt verk sem þetta.
Og er þó með enn meiri fádæmum,
með hvílíkri vandvirkni og vísinda-