Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 110
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
LEIÐRÉTTING
í Tímariti Þjóðræknisfélagsins
fyrir árið sem leið, er í stuttri máls-
grein á blaðsíðu 2 skekkja, sem
betur færi á að leiðrétt væri.
Greinin er þessi:
“Margrét móðir Rögnvalds var
dóttir Björns bónda á Auðúlfs-
stöðum, Ólafssonar, bróður séra
Arnljóts Ólafssonar. Ólafur var
sonur Guðmundar Skagakóngs í
Höfnum á Skaga. Móðir Margrétar
var Filipía, dóttir Hannesar prests
og skálds Bjarnasonar á Ríp. en
móðir Filipíu var Margrét Snæ-
björnsdóttir, prests á Möðruvöllum
Halldórssonar biskups Brynjólfs-
sonar á Hólum.”
Leiðréttingin er þessi:
Margrét móðir séra Röngvaldar var
fædd 24. nóv. 1844, en dó 9. nóv.
1919. Hennar faðir var:
Björn Ólafsson, fæddur 8. júlí 1817,
en dáinn 5. maí 1853. Faðir hans
var:
Ólafur Björnsson, fæddur 1785 —
dáinn 21. nóv. 1836. Hans faðir
var:
Björn Guðmundsson, fæddur 1748
— dáinn 3. júní 1821. Var hans
faðir:
Guðmundur Björnsson “Skagakóng-
ur.” Var það fylginafn hans komið
af því, að hann var hinn mesti
héraðshöldur. Hann var flest sín
ríkisár í Höfnum á Skaga, en þá er
ellin fór að vitja hans, færði hann
sig á annað óðal sitt, Auðúlfsstaði
í Langadal, í Húnavatnssýslu; og þar
dó hann 1787.
Eftir hans dag bjuggu sonur og
aðrir hér áður umgetnir niðjar
hans, á Auðúlfsstöðum, hver fram
af öðrum.
Margrét Snæbjarnardóttir prests,
Halldórssonar biskups Brynjólfsson-
ar, er var fyrst prestur á Kýlholti,
þar næst á Möðruvöllum, en síðast
og lengst í Grímstungu í Vatnsdal,
sú mikla kona, var kona fyr greinds
Ólafs Björnssonar, og þau hjón
því tengdaforeldrar prýðiskonunnar
Filipíu Hannesdóttur prests og
skálds á Ríp í Hegranesi, og konu
hans Sigríðar Jónsdóttur frá Hólum
í Hjaltadal. Filipía var fædd 16.
júlí 1818, en dó 15. sept. 1908, í Pine
Valley, hjá Filipíu dóttur sinni.
Arnljóíur B. Olson.