Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 158
134
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
tllkynning að Dr. Sveinn Björnson hefði
hlotið meiri hluta atkvæða til varaforseta
embættisins. Var hann þá lýstur rétt kjör-
inn vara-forseti. pá lá fyrir kosning rit-
ara. Útnefninganefnd hafði tilneft séra
Valdimar J. Eylands. Arnljótur ólson og
Pred Swanson lögðu til að útnefning skyldi
lokið. Var tillagan samþykt í einu hljóði.
Var ritari því lýstur endurkosinn til þess
embættis. Til vararitara hafði verið til-
nefndur Páll S. Pálsson. Pred Swanson og
Ari Magnússon tilnefndu Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson. Var útnefningum til þessa em-
bættis þá lokið samkvæmt tillögu frá Arn-
ljóti Olson. Var þá gengið til atkvæða um
þá Pál S. Pálssoii og Dr. Sig. Júl. Jóhannes-
son til skrifara embættis.
Á meðan á kosningu stóð, lagði Mrs.
Einar Páll Jónsson fram álit fræðslumála-
nefndar í fjórum liðum:
Álit fræðsluinálanefndar
Nefndin leggur til að eftirfarandi til-
lögur séu samþyktar:
1. pingið telur kenslu í Islenskri tungu,
sögu, bókmentum og söng, meginþættina í
vernd og viðhaldi þjóðernis vors I Vestur-
heimi og mælir eindregið með því að stjórn-
arnefnd styðji eftir föngum fræðslu I þess-
um greinum.
2. pingið felur stjórnarnefnd að leita að-
stoðar fræðslumálastjóra íslands um út-
vegun hentugra íslenskra kenslubóka og
lesbóka. peir kennarar, sem fást við is-
lensku kenslu hafa látið 1 Ijósi hve mjög
það hamli kenslunni að hafa ekki hentugar
lesbækur, sem flokkaðar væru samkvæmt
kunnáttustigi barnanna 4 líkan hátt og
ensku lesbækurnar I barnaskólunum. pað
dregur úr áhuga barnanna fyrir lærdómn-
um, ef þau lesa altaf I sömu bókinni; þeim
finst þá að þau séu ekki að ná neinum
framförum. Við höfum hugmynd um að
lesbókum I barnaskólum á íslandi sé út-
býtt ókeypis til barnanna. Pað mætti þvl
ef til vill fá þær ódýru verði, ef leitað
væri aðstoðar fræðslumálastjóra Islands.
pessi tillaga hefir oft komið fram á þingi
áður, en hefir borið Utinn árangur. pingið
mælist þvl eindregið til að hún verði tekin
alvarlega til greina af stjórnarnefnd og
sýndur verði virkur áhugi fyrir þessu máli.
3. pingið álítur að það myndi hafa mikil
áhrif á framtlð þessa máls, að fá Steingrlm
Arason til þess að ferðast um Islenskar
bygðir á þeim tlma sem íslenskir skólar eru
starfræktir til þess að vekja áhuga og
stuðla að frekarl skipulagningu kenslu-
starfsins. Steingrlmur Arason hefir samið
og gefið út margar ágætar lesbækur fyrir
börn og unglinga og hefir verið kennari við
kennaraskólann I Reykjavlk I mörg ár.
Hann er þvl ef til vill einn sá færasti mað-
ur, sem völ er á til þess að skipuleggja
kenslustarfsemina. pingið beinir því þeim
tilmælum til stjórnarnefndar, að hún rann-
saki hvert mögulegt sé að fá Steingrím
Arason hingað norður meðan hann er hér
vestan hafs.
4. pingið vottar innilegt þakklæti sitt
öllum þeim, sem unnið hafa að fslensku
kenslu, ennfremur Bandalagi lúterskra
kvenna fyrir það verk, sem það hefir gert
I sambandi við samkepni I framsögn Is-
lenskra ljðða og slðast en ekki slst vill
Þingið þakka Ragnari H. Ragnar fyrir hans
ágæta söngkenslustarf I þágu íslenskrar
æsku.
26. febrúar 1941.
Ingibjörg M. Jónsson
H. ólafsson
Einar Magnússon
Gunnar Sæmundson.
Ari Magnússon og Dr. S. E. Björnson
lögðu til að nefndarálitið sé viðtekið I
heild sinni. Var það samþykt og málið
þannig afgreitt af þinginu.
pá lagði Gunnbjörn Stefánsson fram
bókasafnsskýrslu I þremur liðum:
Nefndarálit bókasafnsnefndar.
1. Að deildin “Prón" sé beðin að semja
skrá yfir þær bækur, sem safnið á fleiri
en eitt eintak af.
2. Að verðmætar gamlar bækur, sem
safnið á og kynnu að berast þvl séu eigi
gefnar til hins fslenska bðkasafns Mani-
toba Háskólans né neinna annara stofn-
ana á meðan bókasafnið er starfrækt af
deildinni “Prðn.”
3. Vér teljum það mikla þörf, að bætt
sé við safnið nýjum bðkum. Að pjóðrækn-
isfé.l heimili bókasafni “Próns,” eins og
að undanförnu, að kaupa bækur frá íslandi
fyrir þá peninga, sem inn koma fyrir sölu
á Tfmaritinu heima á fslandi.
G. Stefánsson
H. T. Hjaltalín
Bergth. Thorvardson.
Sveinn Pálmason og Nikulás Ottenson
lögðu til að skýrslan sé samþykt 1 einu
lagi. Ásmundur P. Jóhannsson og J. Hún-
fjörð gjörðu breytingartillögu um að
skýrslan sé tekin fyrir lið fyrir lið. Var
breytlngartillagan samþykt.