Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 52
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Aðalsieinn: Berjum báðir höfð-
inu við steininn?
Aðalbjörg: En svo hefir þú hert
þitt, gert úr sjálfum þér Hamar.
Aðalsieinn: Mikið rétt. Það er
engin tilviljun, að eg tók upp
Hamars nafnið. Eg ásetti mér að
lemja frá mér allar torfærur, sem
atvikin kynnu að kasta á leið mína,
og mér hefir tekist það.
Aðalbjörg: Móðir þín heldur að
þú hafir hugsað til klapparinnar
hérna — hamarsins — og kent þig
við hann.
Aðalsieinn (hlær): Ekki ólíklegt
að eg færi að drasla með íslenskan
klett um alla Ameríku.
Aðalbjörg: Eg held þú ættir að
lofa henni að lifa og deyja með þá
hugmynd sína. . . . Maður verður
víst að vera harður af sér, harður
eins og hamarskalli, til þess að kom-
ast áfram í Vesturheimi.
Aðalsieinn: Hvar sem er, Borga
— hvar í heimi sem er, íslending-
ar eru yfirleitt of — of sofi, eða
seniimenial, eða hvað þið kallið
það.
Aðalbjörg: Þjást af tilfinninga-
vímu —
Aðalsieinn (hlær): Ágætt, Borga!
Þjást af tilfinninga-vímu, þetta
verð eg að muna. Tilfinningavíma!
Það er einmitt þessi bölvuð til-
finningavíma, sem hefir alstaðar
mætt mér hér, síðan eg steig á land
á íslandi.
Aðalbjörg: Eg vona að þér sýnist
engin víma í mér.
Aðalsieinn: Nei, það er þó satt.
Og hefðir þú þó nokkra ástæðu til
þess að vera ofurlítið seniimenial,
þegar eg er nú loksins kominn.
Aðalbjörg: Og því þá eg?
Aðalsieinn: Ertu búin að gleyma
nóttinni í Fjóluhvammi.
Aðalbjörg: Það er nú eins og mig
rámi eitthvað í það. En svo er hætt
við, að þessar sprengingar þínar
hafi feykt öllum endurminningum,
í sambandi við hvamminn, út í veð-
ur og vind.
Aðalsieinn: Ósköp vorum við þá
heimsk og seniimenial, Borga.
Aðalbjörg: Gott ef ekki var.
Aðalsieinn: En nú erum við það
ekki lengur.
Aðalbjörg: Vonandi ekki. Það er
einhver munur að hafa rólega geðs-
muni og láta vitið ráða fyrir sér,
en að leyfa viðkvæmninni og til-
finningunum að toga sig eins og
asna á eyrunum.
Aðalsieinn: Þú ert sérlega skýr
kona, Borga.
Aðalbjörg: Manni veitir ekki af
að halda heilum sönsum þar sem
allir þjást af tilfinningavímu. Veistu
hvað maður sagði við mig nýlega
— stór og gervilegur maður, —■
hann sagði að viðkvæmnin væri sú
eina leið, sem drottinn rataði til
mannshjartans.
Aðalsieinn: Mikið bölvað þvaður!
Aðalbjörg: Hann sagði að mann-
legar tilfinningar væru geislar og
skuggar af hugsunum guðdómsins.
Aðalsieinn: Hystería, Borga. Hrein
og bein hystería.
Aðalbjörg: Hann gerir tilfinning-
unum og vitinu jafnhátt undir
höfði, og kallar viðskiftalífið barna-
legt aurabrask.
Aðalsieinn: Þarna eru íslending-
ar lifandi komnir! Þeir verða aldrei
að mönnum hér á íslandi. Ekki svo
að skilja, að mér standi ekki á sama
um þá — alla nema þig og móður
mína.