Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 61
FRÆÐIMAÐURINN HALLDÓR HERMANNSSON
37
legri nákvæmni verkið er unnið og
útgefið.”
Auk þess hefir Halldór Hermanns-
son gefið út sérstaka skrá (1917)
yfir rúnarit safnsins, allstórt rit og
jafnvandað hinum fyrri.
III.
En ritaskrár hans yfir Fiske-safn,
þó umfangsmiklar séu og efnisríkar,
eru ekki nema nokkur hluti af rit-
störfum hans, og er það órækur
vottur þess, hversu ágætlega hann
hefir notað sér aðstöðu sína tii
fræðiiðkana og hversu stórvirkur
rithöfundur hann hefir verið, sam-
hliða bókavarðarstarfinu, en rit-
störf hans í heild sinni eru eðlilega
nátengd því starfi hans.
Verður þá fyrst fyrir ritsafnið
Islandica, sem hann hefir ritað einn
saman og gefið út nærri árlega síð-
an 1908, en Willard Fiske hafði búið
svo í haginn fjárhagslega, að í sam-
bandi við safnið kæmi út á ensku
ársrit um íslensk efni. Hefir eftir-
^naður hans fylgt þeim fyrirmælum
með trúleik og prýði, því að út eru
komin 28 bindi.
Er ritsafnið alt, eins og til var
®tlast, um ísland og íslensk fræði,
en jafnframt kennir þar harla
^argra grasa, og ber það vitni um
óvenjulega víðtæka þekkingu höf-
undarins. Sérstaklega mikinn fróð-
leik og traustan er þar að finna um
íslenska bókfræði, því að nærri
helmingur ritsafnsins er beinlínis
þess efnis.
Þar eru ítarlegar skrár yfir útgáf-
Ur °§ þýðingar af fornritum vorum
íslendingasögum, Fornaldarsög-
Uln Norðurlanda, Noregskonunga-
Segum, og Eddunum — og yfir rit
°§ ritgerðir um þau. Samskonar
skrár eru þar einnig yfir það, sem
ritað hefir verið um norsk lög og
íslensk í fornöld.
Nánar skoðað, eru ritaskrár þess-
ar að eigi litlu leyti bókmentasaga
þjóðar vorrar í megindráttum; á
það sérstaklega við um skrárnar
yfir útgáfur og þýðingar íslenskra
fornrita. Lítum t. d. á viðauka-
skrána yfir íslendingasögur (1935).
Hún sýnir ljóslega, hve útgáfur af
þeim, þýðingar þeirra og bókmentir
um þær hafa aukist erlendis á síð-
astliðnum aldarfjórðungi. Einkar
lærdómsríkur og eftirtektarverður
er viðaukinn um þau skáldrit, sem
samin hafa verið og ort á því tíma-
bili út af íslendingasögum, og færir
það mönnum kröftuglega heim
sanninn um víðfeðm og djúptæk
áhrif íslenskra fornbókmenta er-
lendis, en það er samtímis talandi
vottur um lífsgildi þeirra og list-
gildi.
Hvað merkust og veigamest bók-
fræðilegra rita safnsins eru þó IX.
og XIV. bindi þess, um íslenskar
bækur á 16. og 17. öld, því að þar
er farið eldi tiltölulega lítt numið
land í fræðum vorum. Hefir höf-
undurinn gengið víða á rekana,
þegar hann var að viða að sér í
skrár þessar, því að íslenskar bækur
frá umræddum öldum eru í ýmsum
háskóla-bókasöfnum Norðurálfu, þó
að margar þeirra sé að vísu að
finna í Fiske-safninu. En þessi bók-
fræðilega lýsing nefndra alda varp-
ar einnig björtu ljósi á íslenska
menning þeirrar tíðar, sé sú lýsing
rétt lesin.
Bókfræðilegs efnis, þó þau séu í
ritgerðaformi, eru einnig XIX. og
XXIII. bindi ritsafnsins, Icelandic
Manuscripis og Old Icelandic
Liieraiure, enda nefnir höfundur-