Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 64
40
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
íslenskra handrita, smámyndum og
skrautlegum upphafsstöfum. Er rit
þetta því mikilvægur skerfur til
sögu norrænnar og íslenskrar listar.
En auk þess sem höfundurinn safn-
aði efninu og valdi í þessa miklu
og fallegu bók, sem lýsir skrautlist
íslenskra handrita um þriggja alda
skeið (1200-1500), skrifaði hann á
ensku ítarlegan og fróðlegan inn-
gang um íslenskt bókaskraut, er eyk-
ur stórum á gagnsemd og gildi rits-
ins. En með því var grundvöllur-
inn lagður að framtíðar-rannsóknum
á þessu sviði íslenskrar handrita-
fræði.
Sjálfur hefir Halldór Hermanns-
son haldið áfram rannsóknum á því
sviði með síðustu tveim bindum
Islandica-safnsins. Hið fyrra þeirra
(1938) er útgáfa af brotum þeim,
sem til eru af íslensku þýðingunni
af hinu fræga miðaldariti, Physi-
ologus, en það var safn dýralýsinga,
sem voru táknræknar og siðfræði-
legar að öðrum þræði. Hið síðara
(1940), Illuminated Manuscripts of
the Jónsbók, ræðir um bókaskraut
í handritum þeirrar frægu lögbók-
ar frá 16. og 17. öld. Báðum þéssum
bókum, sem prýddar eru ljósprent-
uðum myndum, lætur höfundurinn
fylgja gagnorðan og fræðandi for-
mála.
Framúrskarandi vandvirkni og
nákvæmni einkenna hin mörgu
fræðirit Halldórs Hermannssonar,
og hann er maður smekkvís að sama
skapi. Jafnframt hefir hann, eins
og dr. S. Nordal sagði um hann í
afmælisgrein í Nýja Dagblaðinu
(1938), sýnt það í ýmsum ritum sín-
um, “að hann er bæði hugkvæmur
maður og skarpskygn.”
Merkilegar tillögur hans (sjá eink-
um Islandica 1933) um bætt skipu-
lag á útgáfu íslenskra fornrita vöktu
mikla athygli og hafa þegar borið
þann ávöxt, að ný tilhögun var gerð
á stjórn Árnasafns í Kaupmanna-
höfn, og hefir hin nýja safnnefnd,
sem hann á sæti í, gert ráðstafanir
um útgáfur íslenskra fornrita í sam-
ræmi við tillögur hans; en heims-
stríðið hefir, illu heilli, orðið
þröskuldur á vegi þeirra fram-
kvæmda.
Ritstörf Halldórs Hermannssonar
bera því fagurt vitni sjaldgæfi'i
fræðimensku hans og mikilli elju;
en þau bera því eigi síður vitni, að
höfundurinn er víðmentaður heims-
borgari jafnframt því sem hann er
sannur íslendingur, sem er heill og
heiður þjóðar sinnar hugstætt al-
vörumál.