Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 62
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
inn hið síðara “bókfræðilega rit-
gerð.” Eru bindi þessi náskyld að
innihaldi, því að hið fyrra er yfirlit
yfir sögu og söfnun íslenskra hand-
rita, en hið síðara greinir frá út-
gáfum og þýðingum íslenskra forn-
rita.
Nokkura sérstöðu innan ritsafns-
ins hefir VI. bindi þess (Icelandic
Authors of To-Day), þó að það sé
að talsverðu leyti bókfræðilegs
efnis. En það er skrá yfir íslenska
rithöfunda vorra daga, þeirra, er á
lífi voru, þegar ritið kom út (1913).
Eru þar gagnorð æviágrip þeirra og
talin helstu rit þeirra og ritgerðir,
og bók þessi því hið handhægasta
yfirlitsrit þeim, er kynnast vilja ís-
lenskum nútíðarbókmentum. Myndi
nýtt bindi um sama efni með þökk-
um þegið af mörgum.
Þá eru í ritsafninu vandaðar út-
gáfur ýmsra íslenskra rita frá fyrri
öldum, svo sem Lof lýginnar eftir
Þorleif Halldórsson, skemtilegt rit
aflestrar og all-merkilegt, þar sem
það er elsta stæling á Norðurlönd-
um (frá 1703) af hinu heimsfræga
ádeiluriti Erasmusar frá Rotterdam,
Lof heimskunnar. Ennþá merki-
legri er þó hin prýðilega útgáfa
Halldórs Hermannssonar af íslend-
inga bók (XX. bindi ritsafnsins), á-
samt enskri þýðingu af henni. sem
út kom Alþingishátíðarárið. Fylgir
útgefandi henni úr hlaði með ítar-
legri og skarplegri inngangsritgerð;
en sömu skil gerir hann öðrum út-
gáfum ritsafnsins og bókfræðilegum
bindum þess, og er stórmikið á öll-
um þeim inngangs-ritgerðum að
græða.
Um íslenska kortafræði fjalla tvö
bindin (1926 og 1931), en höfundur-
inn hefir á síðari árum lagt sérstaka
stund á rannsóknir í þeirri fræði-
grein. Er fyrra bindið um landa-
bréfagerð þeirra frændanna Guð-
brands og Þórðar Þorlákssonar
biskups, er voru brautryðjendur í
þeim fræðum á íslandi, en hið síð-
ara saga kortagerðar af íslandi frá
fyrstu tíð. Bæði eru ritin myndum
prýdd og uppdráttum; en sagnfræð-
ingum og landafræðingum er sér-
staklega mikill fengur að ritum
þessum, því að þar er margt nýtt
dregið fram í dagsljósið.
Fjögur bindi safnsins eru um ein-
staka menn og ritstörf þeirra: Jón.
Guðmundsson and His Naiural
Hislory of Iceland (1924), Eggert
Ólafsson (1925), Sir Joseph Banks
and Iceland (1928) og Sæmund Sig-
fússon and ihe Oddaverjar (1932).
Eru þau öll vel samin og hin fróð-
legustu. Bókin um afskifti Josephs
Banks af íslandsmálum ræðir eigi
aðeins um merkan kafla í fjölþættri
starfsemi þess athafna- og vísinda-
manns, heldur einnig um einkar
athyglisverðan þátt í stjórnmála-
sögu íslands. Ættarsaga þeirra
frændanna, Sæmundar fróða og
Oddaverja, er prýðisgott rit, einkum
eru síðari kaflar þess veigamiklir,
auðugir að rökföstum og merkileg-
um athugunum.
ítarlegust saga íslenskra blaða og
tímarita niður til ársins 1874, sem
enn hefir samin verið, er í XI. bindi
Islandica (1918); en næsta bindi er
greinargóð ritgerð um íslenskt mál
og fróðleg um margt.
Halldór Hermannsson er manna
fróðastur um Vínlandsferðirnar, en
um það fjalla tvö bindi Islandica-
safnsins (1909 og 1936). Hið fyrra
er bókfræðilegt yfirlit, en hið síðara
(The Problem of Wineland) tekur