Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 88
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sem flutti trjábolina fram á árbakk-
ann. Hann hafði tvo hesta, annan
jarpan, en hinn steingráan. Og þeir
voru álitnir að vera bestu hestarn-
ir, sem Cameron átti, einkum sá
steingrái. Hafliða þótti mjög vænt
um hestana, og fór vel með þá.
Hafliði var á að giska hátt á
fertugs aldri, fremur lítill vexti og
holdgrannur, en knálegur og léttur
á fæti, ljóshærður og bláeygður.
Mér varð strax hlýtt til hans, þvi
að hann var mér mjög alúðlegur
og velviljaður, og við töluðum sam-
an á íslensku, þegar við gátum
komið því við. Hann var ræðinn
og fróður um margt og glaðlyndur,
og hann gat verið dálítið glettinn,
þegar því var að skifta. En gletni
hans var ævinlega góðlátleg. Ef til
vill var enskan hans ekki í alla
staði málfræðilega laukrétt, en
hann talaði hana hiklaust, og allir
skógarhöggsmennirnir virtust skilja
það til hlítar, sem hann talaði við
þá. Og ef einhver sagði eitthvað
við hann í spaugi eða gletni, var
hann jafnan fljótur til svars, og var
þá á stundum hlegið dátt í skálan-
um, en oftast var það á annara
kostnað en hans. Eg vil taka það
fram, að öllum mönnunum í Cam-
eron’s Camp var altaf mjög hlýtt til
Hafliða, einkum eftir að atvik það
kom fyrir, sem eg skal nú skýra frá
í fáum orðum.
Eins og eg gat um áðan, fór
Cameron, húsbóndi okkar, heim til
sín daginn eftir að eg kom í skál-
ann við Elgsá, og setti hann systur-
son sinn, Grant, í sinn stað, til þess
að sjá um verkið (skógarhöggið).
Grant var rúmlega hálfþrítugur að
aldri, þéttur á velli, glaðlyndur og
viðmótsþýður, og öllum var vel til
hans.
Það var snemma morguns einn
sunnudag um miðjan janúarmánuð,
að Grant sagði að sig langaði til
þess, að einhver færi fyrir sig þann
dag til búgarðsins hans Reids, sem
var í austur-hlíð Musquodoboit-
dalsins og um átta mílur frá
Cameron’s Camp.
“Frændi minn lofaðist til að senda
mér böggul, sem ýmislegt smádót
er í,” sagði Grant; “og hann ætlaði
að koma böglinum til Reids um síð-
ustu helgi, og þangað á eg að sækja
hann. Nú þarf eg, í dag, að ganga
upp með ánni og skoða greniskóg-
inn á nesinu. Og þeir Bob og
Frank fara með mér. En hver vill
fara vestur í dalinn til Reids og
sækja fyrir mig böggulinn?”
“Eg skal sækja böggulinn, ef eg
fæ hest til reiðar,” sagði ungur,
röskleikamaður, sem Donald hét.
“Já, sjálfsagt verðurðu að fá
hest,” sagði Grant; “ekki vil eg að
þú farir fótgangandi.”
“Eg vil samt engan af hestunum,
nema þann steingráa,” sagði Donald,
“því að hann er vel fær og ágætur
reiðhestur.”
“Auðvitað verðurðu að fá þann
hestinn, sem þú treystir best,” sagði
Grant.
Þá kvaddi Hafliði sér hljóðs og
mælti:
“Má eg leggja hér orð í?”
“Vissulega máttu það,” sagði
Grant og brosti góðlátlega; “og hvað
vildirðu segja?”
“Eg vil ekki ljá steingráa hestinn
í dag,” sagði Hafliði, “og ekki held-
ur þann jarpa.”
Allir skógarhöggsmennirnir ráku
nú upp stór augu.