Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 31
COLUMBUS OG CABOT
7
vitneskju Columbusar um Vínlands-
ferðirnar svo að það drægi ekki úr
afrekum hans eða gerði efasamt til-
kall Spánverja til landanna vestan
kafs. Amerísk kona, Marie A.
Brown (Mrs. Shipley), kom víst
fyrst fram með þá skoðun á seinm
hluta 19. aldar, en að því er eg
frekast veit, er ekki minsti flugu-
fótur fyrir henni.
Bæði Ferdinand og Las Casas gera
sér mikið far um að sýna það, að
fyrirætlanir Columbusar hafi verið
bygðar á vísindalegum áætlunum
kans sjálfs. Þó draga þeir engar
dulur á, að hann hafi lagt sig eftir
sögusögnum og frásögnum manna
°g hlýtt á þær, einkum meðan hann
dvaldi í Portúgal. Það hefir líka
sjálfsagt verið af miklu að ausa
bæði frá eldri og seinni tímum.
Slíkar sögur um sjóferðir og ó-
kunn lönd hafa víst verið aðalum-
falsefni manna, einkum sjómanna
°g kaupmanna, því að stöðugt var
verið að leita í suður og vestur.
Það var ekki að eins, að menn þótt-
ust oft hafa séð lönd, sem þeir þó
ekki komust alveg til, og einatt
^unu hafa verið skýjabólstrar eða
uiissýningar; heldur var líka við og
við að reka upp á eyjarnar í At-
lantshafinu ýmislegt ókennilegt,
Sem barst vestan að, ókunn tré, eða
trédrumbar, sem báru merki eftir
steinverkfæri, og jafnvel lík af
breiðleitum mönnum og fleira þess
konar, sem benti til landa þar
vestra. Það var því orðið einungis
tímaspursmál, hvenær þessi ókunni
heirnur handan við' hafið fyndist.
Það var heppni Columbusar, að
bann varð fyrstur til að komasl
Þangað, og geta sér með því heims-
rægð. Þannig er frægðin einatt
komin undir heppni eða tilviljun
einni. Og svo er það með Leil
Eiríksson, að hans mundi líklega
að litlu eða engu getið, ef hann
hefði ekki af tilviljun rekist á Vín-
land. En að Columbus hafi tekið
nokkuð tillit til frásagna um ferð
Leifs og annara íslendinga. hafi
hann annars þekt þær, er næsta ó-
líklegt, þegar þess er gætt, hve suð-
læga stefnu hann tók vestur eftir
(28° n. br.).
II.
Eins og þegar er getið, eru skift-
ar skoðanir um fyrirætlanir Colum-
busar, en slíkt kemur ekki til
greina um áform John Cabots. Það
virðist ljóst, hvað hann ætlaði sér.
John Cabot, eða Giovanni Caboto,
eins og hið ítalska nafn hans var.
fæddist af fátæku foreldri í Genúa
um eða skömmu eftir 1450. Árið
1461 mun hann hafa flutst til Fen-
eyja, og þar fékk hann borgara-
rétt 1476. Hann hefir víst snemma
verið í ferðum um Miðjarðarhafið.
Að sögn hans sjálfs fór hann eitt
sinn yfir Suezeiðið og komst alla
leið til Mekka, sem þá var einn
með stærstu mörkuðum þar eystra.
Þar sá hann mikið af kryddvör-
um, sem fluttar höfðu verið lengst
austan að, og sögðu kaupmenn
honum, að þær hefðu farið gegnum
hendur margra millimanna áður en
þær náðu Mekka. Cabot, sem var
fullviss um hnattmyndun jarðar-
innar, kom þá til hugar, hvort ekki
mundi fýsilegt, að sækja þessar
vörur vestur um Atlantshaf, og
upp frá því verður honum það ríkt
í huga að leita þeirrar leiðar. Eftir
því sem næst verður komist, mun
hann hafa verið þeirrar skoðunar,
að norðaustur hornið á Asíu væri á