Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 118
94
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ISLENDINGA
Mér annað er erfitt að skilja:—
Þau öll voru komin á fót
og frá okkur horfin í fjarlægð
sem frjókvistir slitnir af rót.
Hvert einasta eitt, nema Kalli,
því yngstur og minstur var hann.—
Nú Jón varð mér kærari’ og kærri—
í kolunum eldurinn brann.
En húsið var hálfpartinn tómlegt
er hópurinn allur var brott,
og eg varð enn nánari Jóni —
— Þá jarðríki fanst okkur gott.
Svo skall það á, sem eg ei skildi;
— eg skil það ei hvar sem eg fer —
að drottinn kom til mín og tók hann
— Já, tók hann í burtu frá mér.
Eg alein var orðin með Kalla,
af alefli streyttist og vann;
eg ól þannig önn fyrir honum,
eg átti’ ekki neitt nema hann.
Og Kalli var gegninn og góður;
hann gerði’ ekki neitt, sem var ljótt;
hann rataði gæfunnar götur.
hún gaf honum manndóm og þrótt.
Sem þrumu frá heiðskírum himni
eg heyrði — og varð ekki’ um sel —
að stúlka í bænum hans biði —
Eg bað að það færi alt vel.
Svo kom hún — það leið ekki á löngu;
hann leiddi’ ‘hana’ í kofann til mín—
og sýndi mér konuna sína. —
Já, sú var nú mentuð og fín!
Eg sá þó strax eitthvað í svipnum,
er sýndi’ hennar andlega mann:
Og gömlum það gat ekki dulist,
að grimd hafði vanskapað hann.
Mér blöskraði tískan og tildrið;
þó taldi eg það fyrir sig —
En hún var svo geðill og grálynd
— og grettin, ef leit hún á mig.
Eg reyndi þó — guð veit eg reyndi,
hvað reið og hvað ill sem hún var,
að seiglast og svara’ ’henni engu.—
— En sorgir í hljóði eg bar.
Eg dugði við daglegu störfin,
sem dýrgrip hún skoðaði sig:
hún gáfuð og þaulmentuð þóttist,
— og því leit hún niður á mig.
Þeim mentun er mikilsverð blessun,
sem með henni batnar og vex. —
Þó eg næði’ ei mikilli mentun,
til manns komust börnin mín sex.
En viðbúðin versnaði þegar
um vanþekking bríxlaði’ hún mér;
en þegjandi þess konar glósur
eg þoli’ engum — hver sem hann er.
Eg henni í samkvæmi sagði
— Eg sá að hún logaði’ af heift —
þótt ég hefði’ ei stærðfræði étið
og jafnvel ei sagnfræði gleypt,
þá ætti’ hún það óunnið, kindin,
að afreka dagsverkið mitt;
og þó henni þætti það lítið,
hún því mætti jafna við sitt.
En eftir það leið ekki’ á löngu
að lifðu þau tvö fyrir sig,
en eg eins og útskúfað “ekkert”
var einangrað hró fyrir mig.
í smábýli farsæld má finna,
ef fjölskyldan byggir þar ein;
en höll fyrir heimili tveggja
í heiminum finst ekki nein.
Nú yrtum við hvorug á aðra,
hvor aðra því virtum ei neins:
hún lét sem hún sæi mig ekki,
og svo varð eg smám saman eins.
Sem reiðarslag! —rothögg það fanst
mér
— Eg reyndi að stilla mig þó —
er Kalli minn kallaði á mig,
svo kaldrænn — eg nærri því dó.