Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 152
128
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
manna og ekki nógu vel undirbúið til af-
greiðslu á þessu stigi. Ásm. Jóh. tók enn
til máls og lagði áherslu á tvent (1) Til-
boð hans um $25.00 gjöf I söguritunarsjóð
vœri þvi skilyrði bundið að ekki væri snert
við sjóð félagsins til fjárveitingar í þessu
máli; (2) að pjóðræknisfélagið beri enga
ábyrgð á högum söguritara, hann sé nti
að vinna upp á eigin ábyrgð, þar sem
honum hafi verið tilkynt að hann gæti
enga borgun; fengið frá 1. des. s.l. og gæti
hann því ekki skoðað sig i þjónustu fé-
lagsins frá þeim degi. Alla áherslu beri
að leggja á það að fá nægilegt rekstursfé
til að sjá fyrirtækinu borgið, og vanda
næstu bók svo sem unt er. Hjörtur Hjalta-
lín taldi samskotaleiðina óviðkunnanlega.
Fyrst væri fólkið beðið að gefa til bóka-
fyrirtækisins, og svo yrði það aftur beðið
að kaupa það, sem það hefði áður gefið til.
Hitt væri skynsamlegra, taldi ræðumaður,
að selja bókina fyrirfram. Haraldur ólafs-
son gjörði fyrirspurn um það hve mörg
bindi þessa ritverks væri fyrirhuguð. Svar-
aði ritari sögunefndar þvl að fjögur bindi
mundu nauðsynleg til að ná yfir flest það,
sem mest er um vert I sögu Vestur-ís-
lendinga. Jón Húnfjörð var hræddur við
að taka úr sjóði pjóðræknisfélagsins vegna
þess að þá kynni hvorutveggja að fara á
höfuðið, fyrst pjóðræknisfélagið sjálft og
svo söguritunar fyrirtækið. S. S. Laxdal
gjörði tillögu um að 1. liður nefndarálitsins
væri samþyktur. Var tiliagan studd af
J. Húnfjörð og samþykt. Nikulás Otten-
son lofaði $10.00 til söguritunar með sömu
skilyrðum og Á. P. Jóh. hafði áður gjört;
lýsti hann því auk þess að hann mundi
hjálplegur með innsöfnun I sjóðinn ef til
kæmi og einnig með lán heimilda fyrir
söguritarann I starfi hans. Áður en til-
lagan var borin upp, kvaddi Dr. Sig. Júl.
Jóh. sér hljóðs og taldi þá leið, sem hér
ætti að greiða atkvæði um, samskotaleið-
ina, sama og að hætta við söguritunina um
ðákveðinn tima. ólafur Pétursson bar nú
fram viðaukatillögu á þessa leið: pingið
felur framkvæmdarnefndinni og sögurit-
unarnefndinni að taka alt að $300.00 að
láni f banka eða úr sjóði pjóðræknisfélags.
ins til að greiða söguritara í bili. Skal
lánsfé þetta endurgreitt til félagsins aí
væntanlegu samskotafé svo skjótt sem
nægilega mikið fé hefir safnast til þeirrar
greiðslu.” Dr. Sig. Júl. Jóh. dró nú minni
hluta álit sitt til baka og studdi tillögu
Ólafs Péturssonar. Á. P. J. vildi ekki
taka þessa viðaukatillögu með aðal nefnd-
arálitinu. Taldi hann söguritarann óráð-
inn, og gat þess enn að félagið bæri ekki
ábyrgð á starfi þvi, sem hann kynni nú
að stunda. ólafur Pétursson taldi það 6-
heppilegt að alt það fé sem til söguritarans
kæmi I sambandi við þetta mál væri
úti látið "með hangandi hendi og af
illum huga,” taldi hann það litla hvöt fyrir
söguritarann I starfi hans. Taldi hann
áhættulaust fyrir félagið að lána þessa
upphæð, en það yrði að fá leyfi þingsins
til þess að heimila sllkt lán, sem tillaga
sín færi fram á. Lagði hann spurningu
fyrir ritara, og fyrrum formann sögu-
nefndar hvort söguritara hefði verið sagt
upp vinnu 1. desember. Svaraði ritari á
þá leið, að bréf hefði verið sent sögurit-
ara þess efnis að ekki yrði hægt að gjalda
honum kaup eftir 1. desember 1940. Taldi
hann félagið ekki lagalega skuldbundið
söguritara frá þeim degi, en vegna þess
að kunnugt væri að hann hefði haldið á-
fram starfi sínu þrátt fyrir þá tilkynning
frá sögunefndinni taldi hann félagið vera
honum siðferðilega skuldbundið. Séra G-
Árnason taldi óþarft að ræða þetta mðl
frekar, nefndunum tveim, sögu- og fram-
kvæmdarnefnd bæri að sjá um útvegun
hins nauðsynlega fjár. Skrifari lagði til
að þessum orðum skyldi bætt framan við
1. lið nefndarálitsins: “Að framkvæmdar-
nefnd pjóðræknisfélagsins, og . . .” Var
þessi viðbðt viðtekin af framsögumönnum
nefndarálitsins. Var enn rætt allengi um
þetta atriði, og eins það hvorri tillögunni
bæri forgangsréttur til þingsályktunar,
upphaflegu grein nefndarálitsins, eða við-
aukagrein ólafs Péturssonar, Úrskurðaði
forseti að viðaukatillagan skyldi fyrst bor-
in upp. Var úrskurður hans staðfestur af
þingheimi. Var viðaukatillagan þá borin
upp og samþykt. Pyrsti liður einnig sam-
þyktur með áorðinni breyting.
Var þá tekinn fyrir 2. liður nefndarálits-
ins. Á. P. J. lagði til að honum sé slept,
vegna þess að hann sé nú óþarfur orðinn.
Var tillagan studd af Árna Eggertssyni og
samþykt.
priðji liður var tekinn til athugunar.
GIsli Jónsson gjörði svohljóðandi breyting-
artillögu við þennan lið, sem skrifari studdi:
Að I stað 3. liðar I nefndarálitinu komi:
Sé kosin 9 manna söguútgáfunefnd til
eins árs, er starfi I samráði með og sé
ábyrgðarfull til stjórnarnefndar félagsins,