Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 55
F J ÓLUHVAMMUR
31
eg býð þér — bið þig um að verða
konan mín?
Aðalbjörg: Nei, nú er eg alveg
orðlaus. Þetta er svo — ber eitt-
hvað svo brátt að. Eg þarf að at-
huga það frá öllum hliðum — í
ljósi skynseminnar. (Þögn).
Aðalsieinn: Þykir þér þá ekkert
vænt um mig? (Ætlar að leggja
arminn um herðar hennar. Hún
stendur upp).
Aðalbjörg: Það kemur ekki mál-
inu við. Og eg vona að við eitrumst
ekki af íslenskri tilfinningavímu,
svo að við stígum neitt óhappaspor.
(Horfir á hann). Svei mér ef eg
held ekki að íslenska andrúmsloftið
sé að svífa á þig. (Hlær).
Verkamaður (kemur frá vinstri
— kallar): Er Aðalsteinn Hamar
hér?
Aðalsieinn (hleypur upp): Hvað
viltu mér?
Verkamaður: Verkstjórinn sendi
oaig hingað, og biður þig að koma
eins fljótt og þú getur.
Aðalsieinn: Hvað er að? Hefir
ookkuð komið fyrir?
Verkamaður: Við síðustu spreng-
inguna féll stykki úr Tröllasæti. og
þó meginið af því hryndi fram í
sjó, hljóp talsverð skriða niður í
hvamminn og eyðilagi bæði áhöld
°g annað fyrir okkur.
Aðalsieinn: The damn idiots!
Verkamaður: (í vandræðum): Ja,
það veit ekki; en verkstjórinn vill
fá að vita, hvort hann eigi að halda
áfram.
Aðalsieinn: Eg held þetta hel—
rusl megi hrynja fyrir mér.
Verkamaður: Ja, hann heldur
sprengingunum áfram þar til þú
skipar honum að hætta.
Aðalsieinn: Eg skal koma. Sástu
hestinn minn?
Verkamaður: Hann er hérna við
bæjarvegginn.
Aðalsieinn: Þú mátt fara. (Verka-
maður fer). Eg kem aftur, Borga.
Segðu mömmu það. Vertu blessuð
á meðan. (Fer. — Þögn. — Spreng-
ing).
Ásdís (í bæjardyrunum): Hvar er
Aðalsteinn? (Kemur út).
Aðalbjörg: Hann þurfti að skreppa
út í hvamminn, en kemur strax til
baka. Verkstjórinn vildi hafa tal
af honum.
Ásdís: Kanske hann skipi þeim
að hætta þessum sprengingum.
(Leiksviðið kippist til. Þær líta hver
á aðra undrandi). Hvað var þetta,
Borga?
Aðalbjörg: Eg veit það ekki.
Ekki var þetta sprenging.
Ásdís (lágt): Það var jarðskjálfti.
(Sjómennirnir koma yfir malar-
kambinn frá vinstri. Þeir bera sitt
barnslíkið hvor. Þær standa agn-
dofa. Dauðaþögn). Æ, guð minn
góður! Hvar ætlar þetta að enda?
1. Sjómaður: Það er nú á enda
fyrir þessum aumingjum. Þau eru
bæði steindauð.
(Aðalbjörg leggur arminn um
mitti Ásdísar. Þær koma ekki upp
orði).
2. Sjómaður: Við sáum þau verða
undir skriðunni.
1. Sjómaður: Og hún steindrap
Manna litla strax.
2. Sjómaður: Hún lifði heldur
ekki lengi; og það var víst óráð á
henni, því hún bað mig, ef eg fyndi
ígulker, að gefa Manna það.
Aðalbjörg: Það er best að bera
líkin inn í bæinn. Við skulum hag-
ræða þeim á meðan þið farið og