Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 103
ÞRÍR MERKIR VESTUR-ÍSLENDINGAR
79
risni og háttprýði, eftir því sem frá
er skýrt í ævisögubrotinu eftir G. J.
Oleson, sem áður hefir verið á
minst. Meðan hann var í Nýja ís-
landi tók hann virkan þátt í kirkju-
málastarfi þar, og var ötull stuðn-
ingsmaður séra Magnúsar heitins
Skaptasonar, og ávalt hefir hann
verið unnandi frjálslyndi í trúmál-
um og stutt þær stefnur meðai
Vestur-íslendinga, sem að því hafa
miðað, eftir megni.
Magnús hefir fengist allmikið við
ritstörf. Ritgerðir eftir hann um
ýms efni munu hafa birtst í blöð-
unum hér eystra áður en hann
fluttist vestur, og þegar hann var
sjötugur safnaði hann saman ýms-
um greinum og ritgerðum eftir sig
í áðurnefnda bók, “Vertíðarlok” og
aftur í síðari hluta hennar 1933.
Sumar ritgerðirnar í bókinni nefn-
ir hann smásögur, en í rauninni
eru þær engar sögur, heldur nokkuð
löng samtöl milli persónanna. í
samtölunum birtast skoðanir Magn-
úsar sjálfs á ýmsum málum, svo sem
hjúskaparmálum og fleiru. Eitt
samtalið, sem hann nefnir: Hvernig
Jón var sigraður, segir frá manni,
sem með þjálfun skapsmuna sinna
breytti ekki aðeins sjálfum sér úr
uppstökkum ofstopamanni í gsef-
lyndan og sanngjarnan mann, held-
ur líka vann hylli og vináttu mót-
stöðumanna sinna og gerði þá að
vinum sínum. Er það eftirtektar-
verð hugvekja um það, hvernig
máttur viljans getur sigrað óstýri-
láta skapsmuni, og sálfræðislega
alveg rétt. í einni lengstu ritgerð-
inni er tekin til meðferðar hin
gamla spurning um hið illa, hvers
vegna það eigi sér stað. Reynir
Magnús þar að greiða fram úr mót-
sögninni milli trúarinnar á algóðan
guð, sem stjórni heiminum, og veru-
leika reynslunnar um böl og þján-
ingar í mannlífinu. Kemst hann,
að mér skilst, að þeirri niðurstöðu,
að alveran sé fullkomin og að i
henni ríki algild og ævarandi lög-
mál, sem ráði þróun lífsins. Maður-
inn er æðsta og fullkomnasta lífs-
stigið, hann er frjáls. En hann
skortir viljann til þess að lifa í sam-
ræmi við lögmál náttúrunnar, og
þessvegna orsaka mennirnir hver
öðrum alls konar böl og mein. Mað-
urinn gæti, ef hann vildi, útrýmt
öllu illu úr heiminum. Um þessa
niðurstöðu mætti auðvitað margt
segja, en tilgangurinn með þessum
línum er aðeins sá að lýsa skoðun-
um höfundarins. Eftirtektarverð er
sú skoðun hans, að meðvitundin um
hið illa byrji með sársauka, eða
“óheilbrigði,” eins og hann kallar
það, og er hann þar mjög nærri
þeirri siðfræðiskenningu, sem köll-
uð hefir verið hedonismi, en aðal-
inntak hennar er það, að maðurinn
flýi stöðugt sársaukann og það sem
veldur honum óþæginda en leiti
vellíðunar.
Magnús hefir eflaust lesið mikið
og virðist hann vera vel kunnugur
niðurstöðum vísindanna um eðli
efnisins og hvernig lífrænar heildir
myndast úr því, einnig skilur hann
takmörkun skynjunarinnar, t. d. að
til eru hljóð og geislar, sem mann-
leg skynjun getur ekki gripið. Leið-
ist hann út frá því að tilgátum um
þynnra og léttara efni, sem geti ef
til vill myndað líkami, sem vér ekki
getum séð. Er það einkum í sam-
bandi við trúna á framhaldslíf eftir
dauðann, sem hann talar um, þetta.
Hefir hann auðsjáanlega sterka trú