Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 153
ÞINGTÍÐINDI
129
og hafi hún ekki leyfi til a?S bæta við sig
fleiri nefndarmönnum.
Var till. rædd af ýmsum. Séra G. Á. benti
á að deildar meiningar hefði komið fram
um það hvort sögunefndin væri standandi
nefnd, sem hefði málið með höndum eins
lengi og það væri á dagskrá þingsins, eða
hvort hún væri aðeins milliþinganefnd.
Vildi hann fá úrskurð þingsins I þessu
efni. Ásm. P. J6h. vildi að gamla sögu-
nefndin væri endurkosin að svo miklu
leyti, sem hún gefur kost á sér. Grettir
konsúll Jóhannson gjjörði tillögu þess efnis
að þessu máli sé frestað til næsta fundar
vegna þess að eftirlitsmaður hússins krefj-
ist þess að salurinn sé rýmdur samstundis
til undirbúnings undir skemtiskrá þá, sem
fyrirhuguð er að kvöldi. Till. studdi Guðm.
Levy og var hún samþykt.
Tilkynning kom til þingsins um að séra
Sigurður ólafsson gæti ekki komið til
þings, en hann á sæti I útnefningarnefnd.
Var séra Egill H. Fáfnis kosinn I hans
stað og tók hann þegar sæti í nefndinni.
Var fundi því næst frestað til kl. 9:30
næsta dag samkvæmt till. Guðm. Levy og
Arnljótar ólson.
SJÖTTI FUNDUR
Sjötti fundur þingsins var settur á mið-
vikudagsmorguninn kl. laust eftir 10 f. h.
Fundarbók siðasta fundar var lesin og
samþykt. Formaður kjörbréfanefndar, Ás-
mundur J. Jóhannsson lýsti þvi yfir að til
þings væri kominn fulltrúi frá deildinni
“Fjallkonan” I Wynyard, Mr. E. Ragnar
Eggertson, er færi með 16 atkvæði þeirrar
deildar. Var hann boðinn velkominn af
forseta. Ávarpaði hann þingið nokkrum
orðum, og lagði fram skýrslu frá deild
sinni er skrifari las:
Ársskýxsla þjóðræknisdeildarinnar
“Fjallkonan” fyrir árið 1940
íslendingadagur eða þjóðhátiðar samkoma
var haldin 2. ágúst, og var að því frá-
brugðin fyrri venju að enginn aðgangur
var seldur.
Aðalræðumaður dagsins var Lr. Beck.
Var máli hans mjög vel tekið. Auk hans
töluðu Dr. J. A. Bíldfell, forseti deildar-
innar, Sigurður Johnson, vara-forseti og
Jón Johannson.
Islenzkir söngvar voru sungnir undir for-
ustu Mrs. Sigríðar Thorsteinson.
Aðsókn var góð og leikur enginn vafi á
þvl að þeir, sem sóttu samkomuna, margir
hverjir, nutu betri skemtunar en oft áður
hefir átt sér stað, á slíkum samkomum,
sem haldnar hafa verið hér.
Blærinn yfir öllu hátíðahaldinu var ís-
lenskari en oft áður hefir átt sér stað. Á-
stæðurnar fyrir því eru ef til vill hin
ágæta ræða Dr. Becks og umhverfi sam-
komunnar sem var hið aðlaðandi heimili
Mr. og Mrs. Jón Jóhannsson.
Um kveldið var Dr. Beck haldið sam-
sæti hjá Dr. og Mrs. Bíldfell og var þang-
að boðið embættismönnum deildarinnar og
ýmsum öðrum.
Á meðan Dr. Beck dvaldi hér heimsótti
hann nokkur Islensk heimili auk fyrir-
lesturs, sem hann flutti I Islensku kirkj-
unni. Dr. Beck flutti erindi sitt á ensku
og beindi máli slnu mest að yngra fólk-
inu og var besti rðmur gerður að ræðu
hans.
Á árinu • hefir deildin átt á bak að sjá
tveimur af sínum beztu meðlimum, þeim
séra Jakob Jónssyni, sem fór alfarinn til
íslands og Dr. J. A. Bíldfell, sem nú er
norður á Baffinslandi.
Meðlimir deildarinnar eru 48.
$39.00 virði af íslenskum bókum hefir
verið keypt á árinu.
Frekari upplýsingar viðvlkjandi starfsemi
okkar mun Mr. Eggertsson gefa þinginu.
Vinsamlegast,
Gísli Benedictson, ritari.
Var þá tekin til umræðu breytingartil-
laga Glsla Jónsonar vara-forseta frá kvöld-
inu áður um að kjðsa 9 manna sögunefnd
til eins árs, skyidi hún ekki hafa rétt til að
bæta við sig. Urðu nú aftur fjörugar og
vingjarnlegar umræður um málið I heild
sinni. Lýstu öll ummæli þingmanna hlý-
hug þeirra og áhuga fyrir málinu. Mrs.
Hannes Lindal kom fram fyrir þingheim
og flutti vandaða og vel hugsaða hugvekju
um málið. Var máli hennar vel tekið af
þingheimi. Aðrir, sem nú tóku til máls
voru þeir Ásmundur P. Jóhannsson, séra
Rúnólfur Marteinsson, Nikulás Ottenson,
Fred Swanson og Guðmann Levy. Gjörðl
hinn síðastnefndi breytingartillögu við
breytingartillögu vara-forseta, þess efnis
að orðin “hafi hún ekki leyfi til að bæta
vlð sig” séu feld úr. pessa tillögu studdi
Nikulás Ottenson. pá töluðu þeir Nikulás
Ottenson, S. S. Laxdal og Mrs. H. Lindal.
Var þá gengið til atkvæða um breytingar-
tillögu Guðmanns Levy og hún samþykt.
Var því næst gengið til atkvæða um hina