Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 58
Fræðimaðurinn Halldór Hermannsson
Eítir próíessor Richard Beck
Ágætlega fer á
J?ví, að rit, sem
tengir heiti sitt sér-
staklega við þjóð-
rækni, flytji frá-
sagnir um þá menn,
er mest og best hafa
unnið að því að
túlka fræði vor og
m e n n i n garerfðir,
sögu vora og bók-
mentir, og kynna
þau efni erlendum
þjóðum. Því að
þjóðrækni, í orðsins
sönnustu og dýpstu
merkingu, er rækt-
arsemi v i ð æ 11
manns og erfðir;
það, að meta og gera frjósöm í lííi
manns og annara þau menningar-
legu og sögulegu verðmæti, sem
þjóð manns hefir fengið börnum
sínum í arf.
í hópi þeirra manna íslenskra að
fornu og nýju, sem sýnt hafa slíka
þjóðrækni í verki með víðtækri út-
breiðslu-starfsemi erlendis í þágu
íslenskra fræða og menningar vorr-
ar, skipar dr. phil. Halldór Her-
mannsson, prófessor við Cornell-
háskóla í Ithaca, New York, mikinn
heiðurssess. Það var þá einnig til-
ætlunin, að grein um hann og fræði-
starf hans kæmi hér í ritinu í til-
efni af sextugs-afmæli hans (6.
janúar 1938), en það fórst fyrir af
ástæðum, sem hér verða eigi raktar.
Skal nú að nokkuru úr því bætt, þó
að hér verði aðeins
um harla stuttorða
lýsingu að ræða á
margþættri starf-
semi hans, fremur
en um ævisögu eða
mannlýsingu, eins
og það er venjulega
skilið. Hinsvegar
hefir ævistarf hans
verið svo samfelt og
fallið í svo beinan
farveg að settu
marki, að saga víð-
tæks fræðslu- og
fræðistarfs hans er
að mjög miklu leyti
ævisaga hans, og
drjúgum meir en
ytra borð hennar, því að í verkum
hans, eins og störfum allra heil-
lundaðra manna, speglast skapgerð
hans og áhugaefni.
Halldór Hermannsson er Rangse-
ingur að ætt og kynjaður vel, og
sver sig í ættina bæði að ásýndum
og skaphöfn. Að loknu stúdents-
prófi á lærða skólanum í Reykjavík
vorið 1898, hóf hann laganám í
Kaupmannahöfn. Ekki átti það
samt fyrir honum að liggja,
verða sýslumaður á íslandi, þó að
hann hefði vafalaust orðið aðsóps-
maður í þeim sessi og röggsamt
yfirvald, jafn mikið glæsimenni og
hann er og skörulegur í framkomu.
En þó ætla eg, að það hafi verið
íslandi og íslenskum fræðum hið
mesta happ, að hugur hans snerist