Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 26
2
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
á prent 1875. Efnið úr þeim varð
þó kunnugt, því að í byrjun 17.
aldar reit Antonio de Herrera,
spánskur sagnfræðingur, sögu Spán-
verja í hinum nýja heimi, og sagði
þar frá ævi Columbusar eftir þvi
sem stóð í ritum Ferdinands og Las
Casas. Herrera dáðist mjög að
Columbusi og áleit hann útvalið
verkfæri forsjónarinnar til þess að
útbreiða kristna trú meðal heið-
ingjanna vestan hafs. Saga Herrera’s
náði mikilli útbreiðslu og á henni
var bygð sú skoðun um uppruna og
öndverða ævi Columbusar, sem al-
menn var fram á seinni hluta 19.
aldar, og skal hér getið aðalatrið-
anna úr henni.
Samkvæmt þessu átti Columbus
að vera fæddur í Genúa 1446 (eða
jafnvel 1436) af aðalsætt, sem búið
hefði á Norður-ítalíu síðan á dögum
Rómverja. Ættin hefði mist eignir
sínar, flutt til Genúa og fengist þar
við kaupskap og siglingar. Tveir
frægir aðmírálar á miðri 15. öld
áttu að vera af þeirri ætt, og hefði
Columbus á unga aldri tekið þátt i
sjóferðum undir forustu annars
þeirra. Hann hefði stundað nám við
háskólann í Pavía, lagt sérstaklega
stund á klassisk fræði, og auk þess
landfræði, stjörnufræði og stærð-
fræði. Hann hefði farið til sjós 14
ára gamall, siglt fram og aftur um
Miðjarðarhafið, farið síðan til
Portúgals og árið 1477 til írlands,
Englands og Thule (íslands). Loks
hefði hann sest að í Portúgal 1478,
því hann hafi talið að Portúgals-
konungur mundi líklegastur til að
koma í framkvæmd fyrirætlunum
hans um landaleit. Þetta síðasta
ártal mun rétt, og uppfrá því er
hægt að fylgja gerðum hans og
ferðum með vissu, þó skiftar séu
skoðanir um áform hans.
Alt þetta er bygt á frásögn Colum-
busar sjálfs. En við það er að at-
huga, að eftir fyrstu ferðina vestur
um haf og frægð þá og metorð, er
hann hlaut af því, gerðist hann svo
hégómagjarn og drambsamur, að
hann vildi breiða yfir uppruna sinn
og uppvöxt, fór því með ósannindi
og ýkjur um ætt sína, nám og
reynslu fram að árinu 1478. Það
eru rannsóknir síðustu áratuga, sem
kastað hafa öðru ljósi yfir ætt og
æsku Columbusar og hér skal getið
í fáum dráttum.
Columbus var fæddur í Genúa
1451 af fátækum foreldrum. Forfeð-
ur hans og faðir voru vefarar af
lágum stigum. Faðirinn var það
sem við mundum kalla braskara, því
að auk atvinnu sinnar fékst hann
við fasteignasölu og hélt veitinga-
hús um hríð, en vegnaði aldrei vel.
Sonurinn fékk einungis þá almennu
skólamentun, sem gerðist meðal
fólks af þeirri stétt, er hann heyrði
til; vann hann að vefnaði og dvaldi
í Genúa eða þar í kring þangað til
1473. Næstu tvö ár er óvíst hvar
hann var eða hvað hann hafðist að
en 1475 fór hann til eyjarinnar Chios
í Grikklandshafi, ekki sem sjómað-
ur en sem erindreki verslunarfirma
eins í Genúa (Di Negro & Spinola);
þar dvaldi hann nokkra mánuði og
hvarf svo aftur til Genúa. Árið
1476 sigldi hann frá Genúa á leið
til Englands í þjónustu sama firma,
en 13. ágúst það ár var ráðist a
þenna verslunarflota fram undan
St. Vincent höfða í Portúgal af
frönskum sjóræningjum undir for-
ustu Coullon’s, nafnkunns fransks
ræningjaforingja. Columbus bjarg-