Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 120
96
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
Upp hæðina bratta brautin lá
í beinni stefnu — en samt á ská,
og hæðarkollinn við himinn bar,
en hinu megin í brekku var
sú alræmda stofnun, hrum og höll
og hálffallin, skökk og snúin öll,
er síðasta athvarf ellinnar
og ölmusustofa kölluð var.
Eg dyl ykkur mína sögu síst.—
Ef systkinum mínum skyldi lýst,
sú lýsing yrði’ ekki himinheið,
en hún myndi verða’ á þessa leið:
Að tífalda slyngur Tommi var.
sér trúlega alt við neglur skar;
eitt einasta cent hann aldrei gaf,
um ágóða dreymdi þeg’r hann svaf.
Hann ísak bannfærði alla synd,
var ungum og gömlum fyrirmynd,
en heilagt guðsorð var honum kært,
’hann hafði það alt að mestu lært.
Hann spámanna orð og speki mat,
þau spjaldanna’ á milli þulið gat,
já, utanbókar, með andans ró —
En eitt var það sem hann gleymdi þó.
Hann gleymdi þessu; — Mér fanst
um fátt:—
“Þú föður og móður heiðra átt” —
þó sæti hann allra inst í kór
í ölmusu húsið mamma fór.
Hún Magga systir var gæðagrey;
hún gæði né fórnir sparaði’ ei;
við ástvini þá, sem unni hún
var umhyggjan mýkri silki og dún.
Og aldrei þótti’ ’henni ofgott neitt,
er ástvinum sínum gat hún veitt;
1 örlæti var hún ekki hálf-------
En ástvinur hennar—var hún sjálf.
Þau Kalli og Bekka vildu vel,
en voru þó líkust fisk í skel:
Hvort áformið vel eða’ illa tekst
fer eftir því hvernig skelin hrekst.
Þau rötuðu öll á auðnuveg
í augum mannfjöldans — nema eg,
er syndamarkið í svipnum bar
og svarta kindin í hópnum var.
Svo skeði það seint um skuggsýnt
kvöld,
er skýjunum þeytti gola köld:
frá nábúa okkar hestur hvarf,
og hver var sekur? — ei spyrja þarf.
Þeir tengdu mig við þá truntu-frétt—
Ef til vill hefir það verið rétt —
því trúði samt ekki hún móðir mín,
né misjöfnu nokkru’ um börnin sín.
Það er ekki til að sýkna sig
þó segi eg: “Aðrir leiddu mig.”
En brjálað hafði mig brennivín,
því “bræðrunum” tókst að freista
mín.
Er sorgbitin hún við hlið mér kraup,
í helvíti beiskan drykk eg saup. —
Hún drenginn sinn frelsa drottinn
bað,
sem dæmt hefðu þeir í annars stað.
Eg grét eins og barn, og gat ei hætt:
eg gat ekki hennar bænum mætt,
og sál mín var öll í sundur tætt,
mót sannleika fékk ei lengur þrætt.
Eg kysti’ ’hana á munninn þá og þar,
og það voru merki sönnunar
að aldrei skyldi til eilífðar
mér áfengi valda bölvunar.
Þess heilagan eið eg henni sór,
— og hugur minn var sem ólgusjór,
og með það ekkert í felur fór —
að flýta mér burt og verða stór.
Eg gat þó ei farið fyrst um sinn,
því fangahúsið varð bærinn minn.
En þar kemur margur aldrei inn,
sem ætti að vera sjálfkjörinn.