Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 117

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 117
ALGENG SAGA 93 Eg man þó að ævin var önnur, þá enginn mig hornauga leit; og fegurri voru þær fáar, sem fundust í nálægri sveit. Já, svei mér ef eg ekki segi það satt að af flestum eg bar: með varirnar rauðar sem rósir, og rjóðleit í kinnum eg var. Og hárið sem hrynjandi fossar og hörundið skínandi bjart, og eldur í hreyfing og orðum, og augað var hrafntinnu-svart. Og við mér þá amaðist enginn, en öllum var návist mín kær, og allstaðar velkomin var eg, og viðmótið ylþíður blær. En til hvers er um það að tala, sem týnt er og fjöldanum gleymt?— Það flestum er einskisvert öðrum, sem á eg í huga mér geymt. En ósjálfrátt hugurinn hvarflar og horfir — Eg minnist þess enn, hvers virði mín þjónusta þótti — Og þá gat eg valið um menn. Já, hamingjan veit eg gat valið; eg valdi mér loksins hann Jón, og við áttum framtíðar vonir, -— og við þóttum efnileg hjón. Því hann átti dugnað og dirfsku og drengur hinn besti hann var, og hvar sem menn hópuðust saman, þar hann af þeim allstaðar bar. Hann meyjum fanst mannsefni besta og mörg hefði kosið hann sér, og þjóð sinni þótti hann sómi — Já, það sýndist fleirum en mér. Og hjá okkur blómgaðist búið, í bjargráðum framsýnn var hann, á tímanum slepti’ ekki tökum — Eg trúlega með honum vann. Við unnum í einingu saman, og örðugt var lífið — en sælt; og þrekraunir þreytt höfðu stundum —en þróttinn og vöðvana stælt. Svo létti það lífið og bætti og lýsti upp gjörvallan heim, að árlega bættist við börnin — og blessun og kraftur með þeim. Þau skynsöm og skemtileg voru — og skaparinn gaf okkur sex — það besta, sem heimilið blessar, er barnið, sem þroskast og vex. Þau öll voru heilbrigð og hraustleg; svo höfðu þau sæmileg föt og nóg til að bíta og brenna — við bóknámið alls ekki löt. Við unnum í einingu saman til uppeldis börnunum sex og vissum og skildum þær skyldur, sem skapast er hópurinn vex. Við umgengumst börnin með blíðu og beittum ei aga né sóp. Við gerðum alt það, sem við gátum að gleðja’ okkar blessaðan hóp. Að guðsríki gerðu þau bæinn. — Það grípur ei skilningur minn hvað börn þykja foreldrum falleg — en fegurstur hópurinn sinn. Já, líf mitt eg glöð hefði látið, ef líf þeirra trygt hefði það. Eg þjáningar allar og þrautir gat þolað í barnanna stað. Því hann, sem að lánaði lífið, þau lög hefir ástinni mælt, að fórna uns öllu er fórnað — og finnast það skyldugt og sælt. Samt einu eg athygli veitti: Ef ellimörk nálægjast mjög og gera þá gömlu að börnum, þá gilda’ ekki sams konar lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.