Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 122
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
98
í áfangastað var loksins lent;
þar lygnara var, en hafði fent
við héraðssorganna höfuðból;
eg hestana leiddi þar í skjól.
Eg reiddi um öxl minn ruslasekk
og rakleiðis inn í skálann gekk.
Á gólfinu — hnýtt af gigt — eg sá
hvar gömul kona á hnjánum lá.
Sem skyldurnar engin gæfu grið,
hún gólfið þvoði og keptist við.
Mér ólgandi streymdi í æðum blóð,
en undrandi hún á fætur stóð.
Úr sporunum hún ei hreyfði sig,
en horfði alveg í gegnum mig.
Með innri sjónum eg eygði það
að andlitið var sem skrifað blað.
Eg hrópaði: “Blessuð móðir mín,
á morgun er enduð sorgin þín
og sá, sem þér helgar huga sinn,
er hestaþjófurinn — sonur þinn.
Þú kemur á morgun með mér heim,
en miskunnarleysi og sorgum gleym.
í helvíti oft þér hrundu tár,
á himni þín bíða sólrík ár.
Hún lofaði guð, hans gæsku og frið,
á gólfinu kraup hún mér við hlið.
Þar blönduðust okkar beggja tár,
þar bundum við okkar gömlu sár.
Það skemtilegt var að hugsa heim
og hlýtt í sleðanum okkur tveim,
og notalegt húsið, heitt og bjart —
í huganum vermdist ótal margt.
Og sælli eining mun aldrei ske,
og aldrei drukkum við betra te;
og hvenær sem mamma hreyfði sig,
þá horfði ’hún á mig og kysti mig.
Við, lifðum þar sæl í allmörg ár,
þá ástúð og gleði skilur fár.
En systkinum mínum fanst um fátt,
þó færi það sjaldnast opinskátt.
Þau skyldleikans vegna skammast
sín,
á skotspónum oft það barst til mín:
“Þann ósóma liðið enginn gat
að eigna sér tukthúss kandidat.”
En þau eru’ að færast nær mér nú
og nú er að breytast skoðun sú:
Eg peningaforða hafði heim
og hefi því stundum lánað þeim.
Um ævi mína eg eitt hef’ lært
— þó ekki væri það tímabært —
það skapar gleði, þó gangi smátt,
að gera sitt besta’ á allan hátt.
Er dómsæti skipar skaparinn
— og skrifað er alt í reikninginn —
um skuldina krefur kóng og hrók,
sem krítuð var í hans stóru bók.
Ef skyldi’ hann þá sjá þar skamma-
stryk
í skýrslunni kolsvart eins og bik,
er einkendi sögu syndugs manns
og sveipaði skugga nafnið hans,
Hann skýrsluna lengra læsi en það,
hann liti svo kannske á öðrum stað
að lítið — en nokkuð — lagt var inn
og lækkað það hefði reikninginn.
Við upprisuhringing himnum á,
er hafrarnir skiljast sauðum frá
það alt verður látið opinbert,
sem allir menn hafa’ á jörðu gert.
Og hvaða dómur, sem hlotnast mér,
í hvaða stað sem eg dæmdur er,
það eitt er þó víst: hún móðir mín
þar mætir og ber fram gögnin sín.
Sig. Júl. Jóhannesson
þýddi lauslega.