Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 96
72
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þótt Jón væri gildur bóndi í sinni
sveit, var hann best þektur á íslandi
sem stjórnmálamaður, enda voru
stjórnmálin hans mesta áhugamál
bæði heima og hér. Hann var talinn
með nýtustu þingmönnum, og þótti
mikið að honum kveða á þingi.
Aðalmálið, sem þá var á dagskrá
í stjórnmálunum á íslandi, var “val-
týskan,” sem svo var nefnd. Var
hún kend við Valtý prófessor Guð-
mundsson, sem hélt fram vissum
skoðunum viðvíkjandi aðstöðu ís-
lands í danska ríkinu. Var mjög
mikið deilt um stefnu hans á þeim
árum, og átti hún marga harðsnúna
mótstöðumenn. Var sá flokkur
nefndur heimastjórnarmenn. Jón
var í honum og hvikaði aldrei frá
stefnu hans, hvorki heima né eftir
að hann kom vestur. Hér vestra
tók hann ekki mikinn beinan þátt í
stjórnmálum, enda var hann orð-
inn of roskinn maður, yfir fimtugt,
þegar hann kom hingað, til þess að
geta lært ensku sem þurfti, til þess
að geta flutt ræður á því máli, en
hann kynti sér stjórnmálastefnur
hér í landi vel og fylgdi frjálslynda
(liberal) flokknum að málum. Hafði
hann altaf gaman af að ræða um
stjórnmál og bar mjög gott skyn á
þau.
Jón var mjög vel að sér í sögu
íslands, einkanlega stjórnmálasögu.
Hann hafði kynst flestum mönnum
á íslandi, sem við stjórnmál voru
riðnir þau árin, sem hann var þing-
maður, og auðvitað mörgum fleirum.
Minnið var ágætt og hann lýsti
allra manna best mönnum, sem
hann hafði þekt. Lýsti sér þar
glögg eftirtekt og mjög sanngjarnt
mat á mönnum og málefnum. Var
það hin besta skemtun, að heyra
hann segja frá ýmsum atburðum
bæði í stjórnmálaþjarkinu og á öðr-
um sviðum. Gerði hann það þannig,
að hann dró fram kosti manna og
drengskap, en benti líka með hægð
á veilurnar í skapgerð þeirra. Hefi
eg engan mann heyrt lýsa eins vel
hinum nafnkendari mönnum á Is-
landi undir lok síðustu aldar, nema
Halldór Daníelsson frá Langholti,
sem líka hafði verið þingmaður, en
þó hvergi nærri eins atkvæðamikill
og Jón.
Um stjórnmálastarf sitt á íslandi
talaði Jón án alls yfirlætis. Eina
sögu sagði hann um sjálfan sig, er
hann var þingmaður, sem var á þá
leið, að einu sinni, er hann var ný-
kominn á þing, var ritaður um hann
“palladómur,” eins og þá var sið-
venja, í eitthvert Reykjavíkur-blað-
ið, og var orð á því gert, hvað hann
væri ljótur maður, en um leið lokið
lofsorði á mælsku hans. Hló hann
dátt að lýsingunni á útliti sínu, en
auðheyrt var, að honum þótti vænt
um það, sem sagt hafði verið um
hann að öðru leyti. Það er satt, að
Jón gat ekki fríður maður kallast.
En mælsku skorti hann ekki. Hann
talaði ljóst og skipulega og orð hans
voru ávalt sannfærandi, því að á
bak við þau var ávalt einlægni og
drengileg hreinskilni. Á stjórn-
málafundi einum, sem haldinn var
á Héraði einhversstaðar árið 1899
eða 1900, héldu margir menn ræður,
þar á meðal menn, sem þóttu vera
vel mælskir. Eg heyrði Seyðfirð-
ing einn, sem á fundinum var stadd-
ur, segja, að bestu ræðuna hefði
Jón frá Sleðbrjót haldið. Eftir að
hann kom hingað, talaði hann oft á
samkomum og við ýms tækifæri, og
hafa kunnugir menn sagt mér, að