Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 42

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 42
18 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ISLENDINGA Solla: Er gull og silfur fjarska, fjarska fallegt? Ásdís: Margir fegurstu skraut- munir eru búnir til úr gulli og silfri, þú hefir séð silfurbeltið henn- ar mömmu þinnar. Solla: Já . . . en mér þykir það ekki eins fallegt eins og tunglsljós- ið á firðinum. Ásdís: Og gullhringinn hennar — Solla: Hann er ekki eins skær eins og sólskinið. Ásdís: En það er ekki hægt að smíða belti og hringa úr tunglsljósi og sólargeislum. Solla: Neh-ei! Ásdís: Og svo er gull og silfur brúkað í peninga. Solla: Jah-á! Á Aðalsteinn fjarska mikið af gulli og silfri? Ásdís: Hann er ákaflega ríkur. Hann hefir sent mér mikla pen- inga. Það var frá honum alt, sem eg borgaði Ragnari fyrir að höggva út myndina af Steina mínum. Og það var nóg til þess, að Ragnar gat komist til útlanda til að læra enn þá betur að höggva út fallegu myndirnar sínar. Solla: En því er Ragnar ekki í Vesturheimi, svo hann verði frægur eins og Aðalsteinn? Ásdís: Hann hefir sagt mér, að hann hefði óyndi alstaðar nema á íslandi, og að enginn geti unnið verk sitt vel, ef honum leiðist. — En nú er Aðalsteinn minn kominn til íslands. Hann ætlar að koma hingað í dag. Solla: Er það satt, að hann ætli að grafa upp gull í Fjóluhvammi? Ásdís: Hann ætlar að leita þar eftir gulli. Verkamenn hans eru komnir þangað á undan honum. Svo kemur hann sjálfur þangað í dag. Manni (kemur upp á kambinn): Ertu enn að drepast úr hungri? Ásdís (lítur á börnin á víxl): Blessað barnið! Hvað er eg að hugsa? Komdu inn með mér. — Og þú líka, Manni minn. Manni: O-o — eg er ekki svangur. (Þær fara inn í bæinn. — Manni á eftir þeim. — Tveir sjómenn koma eftir fjörunni frá hægri. Þeir hafa tóma malpoka bundna yfir axlirnar. Þeir staðnæmast og horfa út eftir fjörunni til vinstri). 1. Sjómaður: Það verður að falla betur út áður en við tínum krækl- ing undir Tröllasæti. 2. Sjómaður: Mér er ekkert á móti skapi, að hinkra hérna við. (Kemur upp á kambinn og sest. —■ 1. Sjómaður liggur áfram neðar í kambinum, svo aðeins sést höfuð hans og herðar). Eg þreytist seint á að athuga stein-strákinn hans Ragnars myndhöggvara. (Horfir upp til hægri). 1. Sjómaður: Já, hann Ragnar er anskúrri hagur í sér. En ekkert skil eg í henni Ásdísi gömlu, að ausa ús peningum fyrir þessa steinstyttu. Það var mikið bölvað uppátæki! Eins og landið þarfnist einskis meira með, en að flytja inn útlent grjót, og eyða svo tíma og pening- um í að búa til úr því alls-lags fígúrur og skrípamyndir. (Tekur upp í sig tóbak). 2. Sjómaður: Það verður varla með sanni sagt, að Ragnar höggvi út skrípamyndir. Og ekki lái eg Ásdísi, þó hún vildi eignast al- mennilega mynd af Steina sínum; sér í lagi, þegar hún gerði tvent i einu: gerði drenginn sinn ódauðleg- an og hjálpaði ungu listamanns- efni til að fullnuma sig í list sinni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.