Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 113
WALTER J. LINDAL, HÉRAÐSDÓMARI
89
í orustunni miklu við Paaschendale
varð hann fyrir eiturgasi Þjóðverja,
og hvarf heim árið 1917 mjög bil-
aður á heilsu. Er hann hafði aftur
fengið nokkurn bata, giftist hann
Jórunni Magnúsdóttur Hinrikssonar
frá Churchbridge, Saskatchewan,
hinni glæsilegustu konu, sem einnig
var lögfræðingur að mentun. Settu
þau hjón málafærslustofu á stofn í
Winnipeg, árið 1919. Frú Líndal
lést 1. nóvember 1941, en skildi
manni sínum eftir tvær dætur,
Önnu Ruth og Elísabet Jo, efnilegar
stúlkur á unga aldri.
Líndal dómari er glæsilegur í sjón
og gáfumaður mikill eins og náms-
ferill hans og embættisstörf bera
vott um. Hann hefir um margra
ára skeið verið áhrifamikill foringi
í Liberal flokk Manitobafylkis, og
nýtur í hvívetna virðingar og
trausts samferðamanna sinna.
í fjarveru forseta og varaforseta
Þ j óðr æknisf élagsins flutti sá er
þessar línur ritar heiðursgestinum
avarp fyrir félagsins hönd, á sam-
sæti því er að ofan getur. Var það
eina ávarpið, sem á íslensku var
flutt. Þykir því vel til fallið að láta
það fylgja umsögn þessari um heið-
ursgestinn og samsætið.
4-
Herra forseti,
Háttvirti dómari,
Walter J. Líndal,
Virðulegu veislugestir.
Eg kem hér í kvöld sem stað-
göngumaður og fulltrúi Dr. Becks,
forseta Þjóðræknisfélagsins. sem
vegna embættisanna, og einkum
Vegna nýrrar trúnaðarstöðu, sem
honum hefir verið falin af forseta
háskóla síns í Grand Forks, getur
ekki verið hér staddur. Eg flyt
yður, háttvirti dómari og vður
veislugestum kveðju hans og af-
sökun, sem eg veit að þér munið
taka gilda. Einnig hefi eg í hönd-
um bréf, þar sem hann felur mér í
fjarveru varaforseta að tala hér
nokkur orð fyrir hönd stjórnar-
nefndar félagsins. í bréfinu er
einnig ávarp til heiðursgestsins,
sem eg vil nú leyfa mér að lesa.
Hinn nýi héraðsdómari, sem hér
er maklegur sómi sýndur í kvöld,
hefir á margan hátt haldið á lofti
merki íslensks manndoms og fram-
sóknaranda í landi hér, bæði með
glæsilegum námsferli sínum á há-
skólaárunum og afskiftum sínum
af þjóðmálum. Hefi eg þá sérstak-
lega í huga fyrirlestur þann um
hinn lýðræðislega arf norrænna
manna og engilsaxneskra (“Our
Democratic Heritage”), sem hann
hefir flutt á ýmsum stöðum, og þá
eigi síður hina athyglisverðu bók
hans Freedom or Tyranny (Frelsi
eða harðstjórn), sem sprottin er upp
úr sama jarðvegi, og fjallar um
brennandi vandamál samtíðar vorr-
ar. Með þessum ritstörfum sínum
hefir höfundurinn sýnt það, að hann
er trúr formælandi þeirri frelsis-
hugsjón, sem einkent hafa íslenska
þjóð frá upphafi vega hennar; skuld-
um vér honum mikla þökk fyrir
það, því það er hin ágætasta þjóð-
rækni. Megi gæfa hans og vegur
verða sem mest í hinu nýja starfi
hans.”
Herra forseti. Vér erum saman-
komnir hér í kvöld, íslendingar úr
ýmsum áttum og af mismunandi
flokkum og stefnum. í kvöld erum
vér allir eiti og með einum og sama
tilgangi hingað komnir. Tilgangur
vor allra er að heiðra hinn nýskip-