Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 47
FJÓLUHVAMMUR
23
kindahornum. Eins gerðu dreng-
irnir á næstu bæjum, þar á meðal
Steini Ásdísar. Og hver um sig
spertist við að eignast sem flest
horn. Þá tók eg mig til og klipti
smákringlur úr pappa og krotaði
á þær alls konar myndir og rúnir,
og lét sem þetta væri peningar.
Fyrir þessa peninga keypti eg horn-
in af leikbræðrum mínum, og gerð-
ist brátt eins ríkur eins og þeir
gerðust fátækir. En alt í einu
hættu þeir að selja mér horn sín.
Ari í Odda var kominn á stað með
nýjan gjaldeyri. Það voru kringl-
óttar blýplötur á stærð við tuttugu
og fimm-eyring. Hann virtist hafa
ógrynni af þeim, og keypti hornin
okkar hinna, hvað sem þau kost-
uðu. Það var, held eg, Steini Ás-
dísar, sem komst að því, hvernig
auður Ara var til kominn. Ari,
nefnilega, hnuplaði selahöglum frá
föður sínum og flatti þau út með
hamri. Og nú var ekki annað en
vera sér út um selahögl og renni-
lóð til að verða ríkur, og viti menn!
£>að kom brátt að því, að horn feng-
ust ekki keypt fyrir blýpeninga. En
eg var ekki alveg af baki dottinn.
Eg tók að krota á blýplöturnar.
Hinir drengirnir reyndu að leika
það eftir mér, en árangurslaust.
Mínar plötur voru fallegastar og eg
varð aftur einvaldur í þessum
braskleik okkar. (Þögn).
Aðalbjörg: Og svo —
Ragnar: Svo var það einu sinni,
að eg sat hérna upp á klöppinni.
Hún var þá hærri en nú. Það var
a sumardegi í blíðu veðri, eins og
uúna, og eg horfði yfir ásinn út í
Ejóluhvamm. Eg sá Tröllasæti,
íjörðinn, Ausuna, hafið og himin-
inn, og þá hugsaði eg með mér —
Aðalbjörg: Þú hugsaðir með þér—
Ragnar: Eg hugsaði með mér, að
ef allir drengir í heimi kæmu með
alla pappapeninga og blýpeninga og
silfurpeninga og gullpeninga, sem
til eru, og byðu mér þá — (Hlær).
Aðalbjörg: Að hverju ertu að
hlæja, Ragnar? Haltu áfram.
Ragnar: Ef þeir byðu mér þá
fyrir að mega þurka út þessa fallegu
mynd, þá segði eg þeim að fara
beint til fjandans með alla sína
peninga.
Aðalbjörg: Eg trúi því!
Ragnar: Seinna fórum við, nokkr-
ir drengir í berjamó suður fyrir
Fellsá. Um morguninn gátum við
stiklað á steinum yfir hana, en þeg-
ar við ætluðum heim, um kvöldið,
hafði hún vaxið, svo við máttum
bíða með að komast yfir hana, til
næsta morguns. Við höfðum allir
tekið með okkur ofurlítinn bita í
nesti; en Ari í Odda langmest. Og
eftir að við vorum orðnir vel svang-
ir, fórum við að bjóða Ara peninga
fyrir matarbita; en hann bara hló að
okkur. Svo skifti hann matnum
jafnt milli allra —
Aðalbjörg: Og þú heldur að Ari
hefði farið eins að, þó blýið ykkar
hefði verið gull.
Ragnar: Eg er viss um það.
Hann var barn og vissi að matur-
inn var meira virði en blý — eða
gull-kringlur. Eg held að menning-
in sé í svo óreyndri æsku, að við
eigum eftir að vaxa upp úr þessu
aurabraski.
Aðalbjörg: Heldurðu að þú sért
vaxinn upp úr því?
Ragnar: Eg vona það — að svo
miklu leyti sem einstaklingurinn
fær að vaxa upp, á meðan þjóðirn-
ar eru í peninga-leik. (Stendur upp.