Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 36
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Af framanskráðu geta menn svo
dregið hvaða ályktanir, sem þeir
vilja, um samband milli Vínlands-
ferðanna og þessara ferða Cabots.
III.
Áður en eg skil við þetta efni,
vildi eg stuttlega geta hérna enn
einnar ferðar vestur um haf, sem
nokkrir telja, að hafi verið farin
20 árum áður en Columbus fann
Ameríku. Að vísu hefir höfundur
tilgátunnar um þessa ferð ekki sett
hana í samband við Vínlandsferð-
irnar, en eg vil samt fara fáum
orðum um hana hér af því, að eg
hefi getið hennar áður í þessu tíma-
riti (II. bindi, 1920, bls. 6.-14.) Þetta
er hin svo-kallaða Pothorst-Pining-
Scolvus ferð, sem Sofus Larsen
reyndi fyrstur manna að sýna fram
á, að farin hafi verið 1472. Þessi
tilgáta hans hefir ekki fengið fylgi
meðal krítiskra manna; þó hafa
nokkrir fallist á hana, helst Danir,
Norðmenn og Þjóðverjar, að því er
mér virðist, af því að hún hefir
kitlað þjóðernistilfinningu þeirra;
Pining og Pothorst voru Þjóðverj-
ar, Scolvus geta menn til að hafi
verið norskur, og ferðin á að hafa
verið farin á dönsku skipi. Þýskur
rithöfundur, H. F. Blunck, hefir
skrifað stóreflis skáldsögu um ferð-
ina, “Die grosse Fahrt,” og eru í
henni einhverjar þær fáránlegustu
lýsingar á íslandi og lífinu þar, við
lok miðaldanna, sem eg hefi séð á
prenti.
I fyrnefndri grein hefi eg skýrt
frá ferðinni eins og Larsen lýsti
henni og skal eg ekki endurtaka það
hér. Við röksemdaleiðslu hans er
margt að athuga. í fyrsta lagi er
tilgáta hans bygð á bréfi Christen
Grips frá 1551, þar sem sagt er frá
korti, sem Grip ekki hafði sjálfur
séð og má hérumbil telja víst, að
aldrei hafi verið til. Ferð Scolvusar
til Labrador 1476 er bygð á korti frá
1537, en Larsen hefir ekki tekið til-
lit til þess, að þetta var þá nafn á
Grænlandi. Og þegar hann reynir
að sanna frásögn Grips um þessa
ferð, leitar hann til ungra heimilda,
sem engan veginn verða taldar á-
reiðanlegar. Hann heldur því fram,
að Joáo Corte-Real hafi verið full-
trúi Portúgalskonungs á ferðinni.
Því hafði að vísu verið áður haldið
fram, að þessi Corte-Real hefði
fundið Ameríku (Newfoundland)
1472, en fyrir löngu hefir verið sýnt
fram á það með gildum rökum, að
það hefir við ekkert að styðjast. Um
þetta leyti var Alfons V. konungur
í Portúgal og hafði hann næsta lít-
inn áhuga á landaleitum, og því
mjög ólíklegt, að hann hafi verið
hvatamaður að leiðangri norðvestur
í höf.
Ef Corte-Real hefir verið með í
ferðinni, hlaut hún að hafa verið
farin 1472 eins og Larsen heldur
fram. En þá gat Pothorst ekki ver-
ið með í henni, því að á því ári og
alt til 1. júlí 1473 var hann í þjón-
ustu Hamborgara og átti eitthvað í
brösum við Flandra 1474. En nú er
ferð Scolvusar talin að hafa verið
farin 1476, og er því engin heimild
til að setja hana aftur til ársins
1472. En Larsen deyr ekki ráðalaus.
Hann segir, að hún hafi verið farin
1472, en skýrslan um hana ekki gef-
in fyr en 1476, og þannig sé ártalið
um ferð Scolvusar komið inn. Slík
skýrsla er nú ekki til, og engin
heimild, sem bendir til þess, að hún
hafi nokkurn tíma verið til. Öll
röðsemdaleiðsla Larsens um þessa