Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 36
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Af framanskráðu geta menn svo dregið hvaða ályktanir, sem þeir vilja, um samband milli Vínlands- ferðanna og þessara ferða Cabots. III. Áður en eg skil við þetta efni, vildi eg stuttlega geta hérna enn einnar ferðar vestur um haf, sem nokkrir telja, að hafi verið farin 20 árum áður en Columbus fann Ameríku. Að vísu hefir höfundur tilgátunnar um þessa ferð ekki sett hana í samband við Vínlandsferð- irnar, en eg vil samt fara fáum orðum um hana hér af því, að eg hefi getið hennar áður í þessu tíma- riti (II. bindi, 1920, bls. 6.-14.) Þetta er hin svo-kallaða Pothorst-Pining- Scolvus ferð, sem Sofus Larsen reyndi fyrstur manna að sýna fram á, að farin hafi verið 1472. Þessi tilgáta hans hefir ekki fengið fylgi meðal krítiskra manna; þó hafa nokkrir fallist á hana, helst Danir, Norðmenn og Þjóðverjar, að því er mér virðist, af því að hún hefir kitlað þjóðernistilfinningu þeirra; Pining og Pothorst voru Þjóðverj- ar, Scolvus geta menn til að hafi verið norskur, og ferðin á að hafa verið farin á dönsku skipi. Þýskur rithöfundur, H. F. Blunck, hefir skrifað stóreflis skáldsögu um ferð- ina, “Die grosse Fahrt,” og eru í henni einhverjar þær fáránlegustu lýsingar á íslandi og lífinu þar, við lok miðaldanna, sem eg hefi séð á prenti. I fyrnefndri grein hefi eg skýrt frá ferðinni eins og Larsen lýsti henni og skal eg ekki endurtaka það hér. Við röksemdaleiðslu hans er margt að athuga. í fyrsta lagi er tilgáta hans bygð á bréfi Christen Grips frá 1551, þar sem sagt er frá korti, sem Grip ekki hafði sjálfur séð og má hérumbil telja víst, að aldrei hafi verið til. Ferð Scolvusar til Labrador 1476 er bygð á korti frá 1537, en Larsen hefir ekki tekið til- lit til þess, að þetta var þá nafn á Grænlandi. Og þegar hann reynir að sanna frásögn Grips um þessa ferð, leitar hann til ungra heimilda, sem engan veginn verða taldar á- reiðanlegar. Hann heldur því fram, að Joáo Corte-Real hafi verið full- trúi Portúgalskonungs á ferðinni. Því hafði að vísu verið áður haldið fram, að þessi Corte-Real hefði fundið Ameríku (Newfoundland) 1472, en fyrir löngu hefir verið sýnt fram á það með gildum rökum, að það hefir við ekkert að styðjast. Um þetta leyti var Alfons V. konungur í Portúgal og hafði hann næsta lít- inn áhuga á landaleitum, og því mjög ólíklegt, að hann hafi verið hvatamaður að leiðangri norðvestur í höf. Ef Corte-Real hefir verið með í ferðinni, hlaut hún að hafa verið farin 1472 eins og Larsen heldur fram. En þá gat Pothorst ekki ver- ið með í henni, því að á því ári og alt til 1. júlí 1473 var hann í þjón- ustu Hamborgara og átti eitthvað í brösum við Flandra 1474. En nú er ferð Scolvusar talin að hafa verið farin 1476, og er því engin heimild til að setja hana aftur til ársins 1472. En Larsen deyr ekki ráðalaus. Hann segir, að hún hafi verið farin 1472, en skýrslan um hana ekki gef- in fyr en 1476, og þannig sé ártalið um ferð Scolvusar komið inn. Slík skýrsla er nú ekki til, og engin heimild, sem bendir til þess, að hún hafi nokkurn tíma verið til. Öll röðsemdaleiðsla Larsens um þessa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.