Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 126

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 126
102 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA hann, hún hafði borið hann undir brjóstunum, hann var hluti af henni sjálfri. Hún gat ekki mist hann. Alt í einu sér hún skjalið fyrir sér og henni verður ljóst, hvað hún gerði, þegar hún skrifaði nafnið sitt undir það. Frá þeirri stundu var Óli ekki drengurinn hennar. Smám saman myndi hann gleyma henm og ekki þekkja hana, þó þau sæjust aftur. Aldrei myndi hann kalla hana mömmu sína framar. Dagurinn líður, sólin lækkar á lofti og kvöldskuggarnir færast yfir dalinn. Heyið er tekið saman, bundið og reitt heim. Vinnunni er lokið. María gengur þegjandi með hrífuna sína heim túnið og horfir fram undan sér sljóvum augum. Nú fer hún ekki upp til sín. Hún hjálpar húsmóð- ur sinni í eldhúsinu, tekur til mat- inn og leggur á borð. Það kemur fyrir, að hún bregður svuntuhorn- inu upp að auganu svo lítið ber á. Og alt gengur sinn vanagang á heimilinu. En um kvöldið kemur óvæntur gestur. Það er Jóhannes bróðir Maríu, sem hún hefir ekki séð í mörg ár. Hann ætlar ekki að dvelja nema stutta stund. Kvöldið er fag- urt og systkinin ganga upp fyrir bæinn, þar sem þau geta talast við í næði. Jóhannes spyr, hvernig henni líði. Henni líður vel. Og drengnum? Honum líður líka vel. Jóhannes er kátur og hraustlegur og María hef- ir orð á því. Já, hann er orðinn stálhraustur og hefir ágæta atvinnu. Honum þótti sárt að geta ekki hjálpað henni þegar hún skrifaði honum, en þá var hann nýkominn af sjúkrahúsi og hafði enga von um vinnu. Nú var öðru máli að gegna. Hann var nú kominn til að tala við hana' um nokkuð, sem honum hafði dottið í hug. — Eg er orðinn leiður á einver- unni og flækingnum, segir hann. Mig langar til að eignast heimili. Eg er kominn til þess að bjóða þér til mín í haust með Óla litla. Þú hugsar um heimilið og ykkur skal ekkert skorta. Eg held, að okkur muni geta liðið vel saman. Eg hefi augastað á íbúð handa okkur. Held- urðu að það verði ekki gaman að sjá litla kútinn trítla um herbergin? Hvað er hann annars orðinn gamall? — Tveggja ára í vetur. — Er hann sofnaður? Þú verður að sýna mér hann, þó hann sé sof- andi. — Hvernig líst þér á þetta? — Þú giftir þig bráðum og eign- ast þín eigin börn. — Eg er ekki að hugsa um að gifta mig — og þó svo yrði síðar, myndi eg geta hjálpað ykkur yfir erfiðustu árin. Jóhannes heldur áfram að tala. Hann lýsir fyrir henni íbúðinni, segir henni frá starfi sínu og fyrir- ætlunum. Hann er fullur af fjöri og bjartsýni og tekur ekki eftir því, að María er döpur og þögul. Það er ljós sandur í götunni fyrir framan þau. I sandinum eru lítil spor, sem María þekkir. Bráðum koma stórir fætur og hylja litlu sporin. Vindurinn kemur, og það fýkur í þau. En í huga Maríu halda þau áfram að vera til — spor eftir lítinn fót, sem hún elskar. — Þú segir ekkert, María. Eg hélt, að þetta myndi gleðja þig. — Þú kemur of seint. Það getur enginn glatt mig framar. — Eg á ekkert barn, Jóhannes.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.