Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 126
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
hann, hún hafði borið hann undir
brjóstunum, hann var hluti af henni
sjálfri. Hún gat ekki mist hann.
Alt í einu sér hún skjalið fyrir
sér og henni verður ljóst, hvað hún
gerði, þegar hún skrifaði nafnið sitt
undir það. Frá þeirri stundu var
Óli ekki drengurinn hennar. Smám
saman myndi hann gleyma henm
og ekki þekkja hana, þó þau sæjust
aftur. Aldrei myndi hann kalla
hana mömmu sína framar.
Dagurinn líður, sólin lækkar á
lofti og kvöldskuggarnir færast
yfir dalinn. Heyið er tekið saman,
bundið og reitt heim.
Vinnunni er lokið. María gengur
þegjandi með hrífuna sína heim
túnið og horfir fram undan sér
sljóvum augum. Nú fer hún ekki
upp til sín. Hún hjálpar húsmóð-
ur sinni í eldhúsinu, tekur til mat-
inn og leggur á borð. Það kemur
fyrir, að hún bregður svuntuhorn-
inu upp að auganu svo lítið ber á.
Og alt gengur sinn vanagang á
heimilinu.
En um kvöldið kemur óvæntur
gestur. Það er Jóhannes bróðir
Maríu, sem hún hefir ekki séð í
mörg ár. Hann ætlar ekki að dvelja
nema stutta stund. Kvöldið er fag-
urt og systkinin ganga upp fyrir
bæinn, þar sem þau geta talast við
í næði.
Jóhannes spyr, hvernig henni líði.
Henni líður vel. Og drengnum?
Honum líður líka vel. Jóhannes er
kátur og hraustlegur og María hef-
ir orð á því. Já, hann er orðinn
stálhraustur og hefir ágæta atvinnu.
Honum þótti sárt að geta ekki
hjálpað henni þegar hún skrifaði
honum, en þá var hann nýkominn
af sjúkrahúsi og hafði enga von um
vinnu. Nú var öðru máli að gegna.
Hann var nú kominn til að tala við
hana' um nokkuð, sem honum hafði
dottið í hug.
— Eg er orðinn leiður á einver-
unni og flækingnum, segir hann.
Mig langar til að eignast heimili.
Eg er kominn til þess að bjóða þér
til mín í haust með Óla litla. Þú
hugsar um heimilið og ykkur skal
ekkert skorta. Eg held, að okkur
muni geta liðið vel saman. Eg hefi
augastað á íbúð handa okkur. Held-
urðu að það verði ekki gaman að
sjá litla kútinn trítla um herbergin?
Hvað er hann annars orðinn gamall?
— Tveggja ára í vetur.
— Er hann sofnaður? Þú verður
að sýna mér hann, þó hann sé sof-
andi. — Hvernig líst þér á þetta?
— Þú giftir þig bráðum og eign-
ast þín eigin börn.
— Eg er ekki að hugsa um að
gifta mig — og þó svo yrði síðar,
myndi eg geta hjálpað ykkur yfir
erfiðustu árin.
Jóhannes heldur áfram að tala.
Hann lýsir fyrir henni íbúðinni,
segir henni frá starfi sínu og fyrir-
ætlunum. Hann er fullur af fjöri
og bjartsýni og tekur ekki eftir því,
að María er döpur og þögul.
Það er ljós sandur í götunni fyrir
framan þau. I sandinum eru lítil
spor, sem María þekkir. Bráðum
koma stórir fætur og hylja litlu
sporin. Vindurinn kemur, og það
fýkur í þau. En í huga Maríu halda
þau áfram að vera til — spor eftir
lítinn fót, sem hún elskar.
— Þú segir ekkert, María. Eg
hélt, að þetta myndi gleðja þig.
— Þú kemur of seint. Það getur
enginn glatt mig framar. — Eg á
ekkert barn, Jóhannes.