Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 71
NORÐUR Á ROSS
47
stórveldis stíl og starfsmáta þeirra
ára til meiri jafnaðar og mannrétt-
inda fjöldans.
Enn voru þó þeir tímar við lýði,
nS af fjölda manns var íslendingur-
inn álitinn hráefni, sem breskt og
bandarískt hyggjuvit og hagsýni
væri að ummynda í vestræna, verð-
mikla verslunarvöru, þótt álitið á
íslendingum hefði samt alment far-
ið stórbatnandi á þeim rúma fjórð-
nngi aldar, sem þeir voru búnir að
eiga heima í löndum Vesturheims.
Hversu fegnir sem íslendingar í
Winnipeg vildu líta á sig sem jafn-
°ka þeirrar þjóðar, sem þeir bjuggu
með, þá gátu þeir það ekki í þess-
um bresk-canadiska heimi, sem af-
vopnaði þá öllum sínum kjörvopn-
um, fleygði í ruslið erfðagripum
þeirra, og fékk þeim sín vopn og
sina gripi í hendur, sem þeir aldrei
böfðu áður séð né notað. Auk þess
Voru þeir svo fáir, að fyrst í stað
var ómögulegt að knýja fram jafn-
ræði við yfir drotnarana, sem þótt-
ust mestir og voru það vegna atvik-
anna og ástæðanna.
Um þessar mundir leið enginn
vmnufær fslendingur sáran skort,
°g sumir þeirra voru komnir í góð
nfni. En þó að fjöldinn væri fá-
tsekur og flestir yrðu enn að vinna
með súrum sveita fyrir daglegu
brauði, þá hvíldu margir sig yfir
köldustu mánuði vetrarins, en aðal-
fega vegna þess, að þá var litla eða
enga vinnu að fá í Winnipeg, og
Hestum lausamönnum leiddist að
ai-a í vinnumensku til bænda og
irða gripi þeirra fyrir lítil laun.
stað þess skemtu þeir sér margir
Vel í bænum, en eyddu þá oft öllu,
Sem þeir höfðu unnið fyrir um
sumarið. Og þó að þessir ungu
bæjarmenn, yrðu sumir seinna sjálf-
stæðir bændur, verkgefendur eða
aðrir athafnamenn, þá voru þeir
flestir enn tvírætt efni í tengdasonu,
ef vega skyldi þá á reiðslu afkomu
og arðsvonar.
Foreldrum Jóhönnu fanst það því
of mikil ábyrgðar hluti, að setja sig
á nokkurn hátt á móti því, að hún
ætti þennan unga og efnilega Stór-
Breta, sem stóð ekki einungis til
að erfa ríkidæmi, heldur var arf-
þegi síns mikla veldis, og naut sinna
mannréttinda og þjóðréttinda í
þessu nýbygða landi, eins og ætt-
leggur hans hefði búið þar frá ó-
munatíð, átt alt, stjórnað öllu, og
verið rótfastur og vallgróinn frá
kyni til kyns.
Þessi er máttur sigurvegaranna
frá eilífð til eilífðar.
Þó gátu þau ekki annað en viður-
kent það hvort fyrir öðru, en þó
með dálitlu íslensku samviskubiti,
að ef Jóa sín giftist Bill, þá gæti
hún örugg og ókvíðin horft fram
á ókomnu dagana. Og sjálf fundu
þau dulinn styrk í þessum mægð-
um, sem lyfti þeim svo lítið hærra
upp — og yfir íslenska umhverfið
og borðingshúsið.
Auðvitað voru al-íslensku hjóna-
böndin eðlilegri — og fallegri. En
íslendingurinn var enn sem komið
var svo vafasamur lukkupeningur
vestra, og svo lítils metinn af hin-
um breska almenningi, að nauða-
fáir mundu öfunda þau eða Jóhönnu
af þessháttar giftingu.
Þannig var högum háttað, þegar
Manni A. Thorsdal gerðist borðnaut-
ur okkar hjá Magnúsi og Maríu.
Það var ekkert klappað né klárt
með Jóhönnu, þótt alt virtist stefna
hraðfara að því, sem verða vildi,