Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 92
68
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
tíma í Ontario. Svo fórum við
hingað til Nýja-Skotlands. Eg fékk
atvinnu skamt frá Truro. Nokkru
síðar veiktist drengurinn minn. Og
þar dó hann. — Hann sagði við mig
síðast, þegar eg sat við rúmið hans
(og það voru síðustu orðin, sem
hann talaði): "Æ. gleymdu mér ekki,
pabbi!"
* * *
Eg fluttist frá Nýja-Skotlandi til
Winnipeg seint í júní 1882. Þá var
Hafliði að vinna við sögunarmyln-
una hans Camerons. Þangað fór eg
til þess að kveðja hann. Og eg
spurði hann, hvort hann ætlaði ekki
að flytja sig innan skamms vestur
í Rauðárdalinn. Hann hélt, að það
yrði aldrei, en ef til vill gæti það
skeð, að hann settist að fyrir fult
og alt í Truro, eða þar í grendinni.
Síðan hefi eg ekkert af honum
frétt.
Dr. Rögnvaldur Pétursson
(MINNING)
Þótt falli hrör á heljarslóð,
er herjar Skuld ’in frónsku lög;
ei kveða harm að heilli þjóð,
þau Heljar-tök, sem reiðarslög.—
En falli sá, um feigðarbrögð
sem fræddi, lýsti þjóð —
sest dapureygust eftirsjá
í auða rúmið — hljóð.—
Hún náði allra eyrum; — gegn
um allar bygðir frónsbúans
fór, vonum andstæð, andlátsfregn
vors ágætasta fræðimanns.—
Og fólkið hljóðnar; finnur sneitt
— með falli Rögnvaldar —
af þjóðar-meiði, lágum, lim,
sem laufskrúðugast var.—
Hann bar í hugskot birtu; á
þá blysför ýmsum röksýnt varð:
Úr Júða-fræðum frelsisskrá,
en fór, hið ytra, um páfa-garð.
Úr helgidómi Háva eins
’ann hafði gersimar. —
Nam vanþekkingar visku-þjóf
úr vita-ljósi — skar.
Því orka móðurmálsins tign
og mannvitsræða höfðingjans,
að þjóðin verður vökuskygn
á verðmætin, um fræðslu hans.
—Svo var um ræðu Rögnvaldar.—
Nú ratljósara. — Það
rofar fyrir geisla í gátt
og glugga — heimanað.—
Ármann Björnsson.