Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 32
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sama breiddarstigi og England, og
ef menn kæmust þangað, mundi
auðvelt að fylgja ströndinni í suð-
vestur alt til Cathay, Kryddeyj-
anna (Molucca eyjanna) og Ind-
lands. Þetta var í samræmi við
ferðabók Marco Polo’s og fyrnefnt
rit Pierre d’Ailly’s.
Hvort Cabot var sjómaður, kaup-
maður eða verslunarerindreki i
þjónustu annara, er ekki víst, enda
gátu menn verið þetta alt í einu á
þeim tímum. Hann virðist hafa
verið vel að sér í siglingafræði og
landfræði eftir þeirra tíma mæli-
kvarða, ennfremur að hafa verið
vel lesinn, vel máli farinn, og haft
brennandi áhuga á málefni sínu,
verið hagsýnn hugsjónamaður.
Það er í mæli, að hann hafi fyrst
leitað fyrir sér á Spáni og í Portú-
gal um styrk til vesturferðar, en
enga áheyrn fengið. Líklega í kring-
um 1484 mun hann hafa farið til
Englands og sest að í Lundúnum,
en síðar flutt til Bristol. Sá bær
var á miðöldunum mikill verslunar-
staður, og íbúar hans kunnir að
miklum áhuga og atorku. Suður á
bóginn versluðu þeir aðallega við
Portúgal, og norður á bóginn við
ísland. Ýmsar kaupmannaættir
(Jays, Thornes, og Eliots) versluðu
við bæði löndin. Það er .því mjög
líklegt, að sögur úr suðri og norðri,
um landafundi, hafi borist þangað,
enda fengust Bristolsbúar sjálfir
við landaleitir. John Jay hinn yngri
mun hafa farið vestur í haf 1480
til að leita Brasyl-eyjunnar (írskt
orð, sem þýðir Sælueyja), verið
nokkra mánuði í þeirri ferð, en
ekkert fundið. Líklega hafa fleiri
slíkar ferðir verið farnar, þó menn
viti eigi gjörla nú, enda hafa glat-
ast margar heimildir og skjöl við-
víkjandi sögu borgarinnar; hafa
sumir haldið því fram, að Cabot
hafi tekið þátt í þeim ferðum, en
það er óvíst. En þessar ferðir hafa
að líkindum verið allar í suð-
vestur og því aldrei borið neinn
árangur.
Cabot hefir auðvitað leitað styrks
hjá Englendingum til að koma fyr-
irætlunum sínum í framkvæmd,
en litla áheyrn fengið. En svo kom
íregnin um fyrstu ferð Columbusar,
og þá komst skriður á málið, og
loks gefur Hinrik VII. honum einka-
leyfi 5. marz 1496 til að sigla undir
ensku flaggi með fimm skipum og
tilhlýðilegum skipshöfnum til hvaða
landa og stranda sem vera skal í
austur, vestur og norður, og taka
til eignar í nafni konungs heiðin
lönd, áður ókunn kristnum mönn-
um. Ekki er suðurátt nefnd í bréf-
inu og er það líklega gert til þess
að ekki sé gengið á rétt Spánverja.
Cabot mátti ekki taka stefnu sunn-
ar en breiddarstig Englands, en
fyndi hann þar lönd, gat hann fylgt
strandlengju þeirra suður eða norð-
ur eftir, ef aðrir kristnir menn
hefðu ekki tekið þær til eignar.
James A. Williamson, enski
sagnaritarinn, sem hefir skrifað
mjög fróðlega bók um ferðir Cabot-
anna, er þeirrar skoðunar, að bak
við þessi ákvæði leyfisbréfsins liggi
einmitt vitneskja um Vínland og
Markland; Bristolsbúar hafi vitað,
að þarna vestur frá lá land, sem
náði langt norður eftir, norður fyrir
breiddarstig Englands, og þeir get-
ið þess nú til, að þetta mundi vera
meginland Asíu, og því líka na
langt suður eftir, og þetta land hafi
konungur viljað tryggja sér.