Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 33
COLUMBUS OG CABOT
9
Að fyrsta áliti virðist þessi tilgáta
næsta ólíkleg. Það mætti spyrja:
Hví voru Bristolsbúar að leita að
Brasyl-eyjunni, ef þeir vissu að
fyrir vestan haf láu Vínland og
Markland? Því mætti svara: Brasyl-
eyjan var talin sæluland, full auð-
æfa og allsnægta, og því sérstaklega
eftirsóknarverð; á Marklandi og
Vínlandi voru að vísu skógar, vín-
ber og hveiti, en þar voru villi-
nienn, illir viðureignar, og því voru
þau lönd ekki sem æskilegust. En
nú var Cabot kominn til Bristol,
sannfærður um að komast mætti
yfir Atlantshafið til Cathay, og þeg-
ar hann svo heyrði sögurnar um
Vínland og Markland, virtist hon-
um sem hér væri einmitt norðaust-
nr hluti Asíu og þaðan mætti kom-
ast til Cathay. Honum hafði samt
ekki tekist að fá menn á mál sitt
fyr en fregnin kom um fund
Columbusar. Þá var fyrst hafist
handa fyrir alvöru. Og það virð-
ast heldur renna stoðir undir þessa
Hlgátu af því hvernig ferðunum var
hagað.
Konungur mun hafa lagt fram
usesta lítið fé til leiðangursins, og
hefir Bristolbúum víst aðallega
verið ætlað að bera kostnaðinn. En
hvernig sem á því stóð, var engin
ferð farin 1496. Ef til vill hefir
það verið af því, að það hefir komið
hik á menn að verja miklu fé í
stóran leiðangur út í óvissu, og
gæti ferð sú er farin var næsta ár
hent til þess.
Hinn 2. maí 1497 lagði Cabot af
stað frá Bristol á litlu skipi og
skipshöfnin var einungis 18 manns.
Hað lítur helst út íyrir, að þetta
hafi verið eins konar njósnarferð
e®a undirbúningsferð undir hina
stærri, sem gert var ráð fvrir í
leyfisbréfi konungs. Hefir þess ver-
ið getið til, að þetta bæri einmitt
vott um, að Vínlandssagan liggi bak
við, menn vildu fyrst fullvissa sig
um, hvort nokkuð væri til í henni.
Þeir Cabot voru úti 54 daga, og 24.
júní fundu þeir land. Um það, hvar
það hafi verið, eru nokkuð skiftar
skoðanir, en líklegast þykir, að það
hafi verið Cape Breton eyjan. Það
var um 700 “leagues” (um 2100
mílur) í vestur frá Englandi. Enga
menn fundu þeir þar, en þeir sáu
merki eftir þá, og þau báru þess
vitni, að þar mundu hafa farið
villimenn. Cabot forðaðist að hitta
þá eða leita þeirra vegna þess, hve
fáliðaður hann var.
Þegar Columbus kom til Vest-
indía, voru það honum mikil von-
brigði, að hann fann þar villimenn
eina, en ekki menningarþjóðir, sem
Marco Polo hafði lýst austur frá.
En það lítur ekki út fyrir að þetta
hafi verið nein vonbrigði fyrir
Cabot, og hafa sumir dregið af því
þá ályktun, að hann hafi þekt
sagnirnar um Vínland og Skræl-
ingjana þar, og því fundið einmitt
það sem hann bjóst við. Hann
þóttist og finna landið, sem hann
var að leita að, sem sé norðaustur
hluta Asíu, og þaðan lægi svo leið-
in suður eftir með ströndinni til
Cathay og annara landa. Veðrátta
var hin besta, sjórinn fullur af
fiski svo að undrum sætti, og lítili
munur á flóði og fjöru. Snemma í
júlí bjóst hann svo til heimferðar
og kom til Bristol 6. ágúst eftir
þriggja mánaða burtveru. Var hon-
um fagnað með kostum og kynjum.
Þótti mönnum sem tvent væri unn-
ið í þessari ferð; í fyrsta lagi, að