Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 28

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 28
4 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kröfunum, sem Portúgalskonungur ekki vildi sinna. Sumir telja, að það hafi verið af því, að þau spönsku konungshjónin hafi verið óreynd- ari í þeim efnum en Jóhann II. og því gengið að þessum skilmálum. En ekki er ólíklegt, að mest hafi um þetta ráðið, að ísabella drotning, sem var trúkona mikil, hafi með þessu viljað styðja að útbreiðslu kristninnar, enda mun Columbus hafa lagt áherslu á það. Hér hefst svo frægðarsaga Columbusar og við hana skal ekki dvelja hér. Nú er ekki lengur til áætlun sú, sem Columbus lagði fyrir Spánar- konunga um áform sín og fyrirætl- anir, og því er nokkur ágreiningur um, hvað hann hafi ætlað sér. Það mun þó vera skoðun flestra, að hann hafi þegar í upphafi ætlað sér að leita Austurlanda með því að sigla í vestur og fært vísindaleg rök fyrir því, bygða á hnattmyndun jarðarinnar. Til sönnunar því hefir verið vitnað í rit Columbusar sjálfs, og sérstaklega til eintaka hans af nokkrum ritum, sem nú eru í Columbus-safninu í Seville með at- hugasemdum hans á spássíunum. Þessar bækur eru landafræði Ptolemæusar, ferðabók Marco Polos, og “Imago mundi” (mynd heimsinsj eftir Pierre d‘Ailly kardínála. En sá er gallinn við þessi sönnunar- gögn, að ómögulegt er að ákveða með vissu, hvort Columbus hafi skrifað þessar athugasemdir og ann- að þvílíkt fyrir 1492 eða seinna. Vitnað hefir líka verið til þess, að meðan hann dvaldi í Portúgal hafi hann skrifast á við Paolo Toscanelli, mesta landfræðing þeirra tíma, og hafi Toscanelli með bréfi til hans sýnt honum fram á það, að leiðin til Indlands í vestur væri í mesta máta fýsileg. En einmitt um þetta bréf hefir mikið verið deilt, og hefir Henri Vignaud fært sterkar líkur fyrir því, að það sé falsbréf, þótt óvíst sé, hver hafi falsað það, en sennilega ekki Columbus sjálfur, því að hvergi nefnir hann Tosca- nelli í ritum sínum. Merkilegt er það, að í samningnum við Spánar- konunga er ekki með einu orði minst á Austurlönd, heldur einungis talað um þau lönd, er Columbus kynni að finna og vinna, og um það hvaða völd hann skuli hafa þar og hvaða tekjur af þeim. Sumir hafa getið þess til, að þetta sé af var- kárni gert, því að ef viss lönd hefðu verið nefnd, hefði það verið eins konar stríðsyfirlýsing á hendur höfðingjum þeim, er þar réðu ríkj- um. Ekki er auðvelt að skilja, hvernig honum var ætlandi að vinna lönd þar með þrem smáskip- um. Þó er þess að gæta, að hann fékk meðmælingarbréf frá konungi til khansins í Cathay (Norður Kína), en það var þó bygt á van- þekkingu, því að ríki Mongóla þar var þá undir lok liðið. Það hefir verið dregið í efa af mörgum, hvort Columbus um þetta leyti hafi kunnað mikið til sjó- mensku og siglinga. En hann var svo heppinn að kynnast Pinzon- bræðrunum þremur í Palos, mikils- metnum mönnum og mestu sjó- görpum; hjálpuðu þeir honum með útgerð skipanna og fóru með honum í fyrstu ferðina. Það er í mæli, elsti bróðirinn, Martin Alonzo, hafi mjög fýst til að leita Austurlanda, því að kort, sem hann hafði séð í páfagarði, hafði sannfært hann um að það væri mögulegt. Síðar urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.