Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 26
2 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA á prent 1875. Efnið úr þeim varð þó kunnugt, því að í byrjun 17. aldar reit Antonio de Herrera, spánskur sagnfræðingur, sögu Spán- verja í hinum nýja heimi, og sagði þar frá ævi Columbusar eftir þvi sem stóð í ritum Ferdinands og Las Casas. Herrera dáðist mjög að Columbusi og áleit hann útvalið verkfæri forsjónarinnar til þess að útbreiða kristna trú meðal heið- ingjanna vestan hafs. Saga Herrera’s náði mikilli útbreiðslu og á henni var bygð sú skoðun um uppruna og öndverða ævi Columbusar, sem al- menn var fram á seinni hluta 19. aldar, og skal hér getið aðalatrið- anna úr henni. Samkvæmt þessu átti Columbus að vera fæddur í Genúa 1446 (eða jafnvel 1436) af aðalsætt, sem búið hefði á Norður-ítalíu síðan á dögum Rómverja. Ættin hefði mist eignir sínar, flutt til Genúa og fengist þar við kaupskap og siglingar. Tveir frægir aðmírálar á miðri 15. öld áttu að vera af þeirri ætt, og hefði Columbus á unga aldri tekið þátt i sjóferðum undir forustu annars þeirra. Hann hefði stundað nám við háskólann í Pavía, lagt sérstaklega stund á klassisk fræði, og auk þess landfræði, stjörnufræði og stærð- fræði. Hann hefði farið til sjós 14 ára gamall, siglt fram og aftur um Miðjarðarhafið, farið síðan til Portúgals og árið 1477 til írlands, Englands og Thule (íslands). Loks hefði hann sest að í Portúgal 1478, því hann hafi talið að Portúgals- konungur mundi líklegastur til að koma í framkvæmd fyrirætlunum hans um landaleit. Þetta síðasta ártal mun rétt, og uppfrá því er hægt að fylgja gerðum hans og ferðum með vissu, þó skiftar séu skoðanir um áform hans. Alt þetta er bygt á frásögn Colum- busar sjálfs. En við það er að at- huga, að eftir fyrstu ferðina vestur um haf og frægð þá og metorð, er hann hlaut af því, gerðist hann svo hégómagjarn og drambsamur, að hann vildi breiða yfir uppruna sinn og uppvöxt, fór því með ósannindi og ýkjur um ætt sína, nám og reynslu fram að árinu 1478. Það eru rannsóknir síðustu áratuga, sem kastað hafa öðru ljósi yfir ætt og æsku Columbusar og hér skal getið í fáum dráttum. Columbus var fæddur í Genúa 1451 af fátækum foreldrum. Forfeð- ur hans og faðir voru vefarar af lágum stigum. Faðirinn var það sem við mundum kalla braskara, því að auk atvinnu sinnar fékst hann við fasteignasölu og hélt veitinga- hús um hríð, en vegnaði aldrei vel. Sonurinn fékk einungis þá almennu skólamentun, sem gerðist meðal fólks af þeirri stétt, er hann heyrði til; vann hann að vefnaði og dvaldi í Genúa eða þar í kring þangað til 1473. Næstu tvö ár er óvíst hvar hann var eða hvað hann hafðist að en 1475 fór hann til eyjarinnar Chios í Grikklandshafi, ekki sem sjómað- ur en sem erindreki verslunarfirma eins í Genúa (Di Negro & Spinola); þar dvaldi hann nokkra mánuði og hvarf svo aftur til Genúa. Árið 1476 sigldi hann frá Genúa á leið til Englands í þjónustu sama firma, en 13. ágúst það ár var ráðist a þenna verslunarflota fram undan St. Vincent höfða í Portúgal af frönskum sjóræningjum undir for- ustu Coullon’s, nafnkunns fransks ræningjaforingja. Columbus bjarg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.