Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 118

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 118
94 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ISLENDINGA Mér annað er erfitt að skilja:— Þau öll voru komin á fót og frá okkur horfin í fjarlægð sem frjókvistir slitnir af rót. Hvert einasta eitt, nema Kalli, því yngstur og minstur var hann.— Nú Jón varð mér kærari’ og kærri— í kolunum eldurinn brann. En húsið var hálfpartinn tómlegt er hópurinn allur var brott, og eg varð enn nánari Jóni — — Þá jarðríki fanst okkur gott. Svo skall það á, sem eg ei skildi; — eg skil það ei hvar sem eg fer — að drottinn kom til mín og tók hann — Já, tók hann í burtu frá mér. Eg alein var orðin með Kalla, af alefli streyttist og vann; eg ól þannig önn fyrir honum, eg átti’ ekki neitt nema hann. Og Kalli var gegninn og góður; hann gerði’ ekki neitt, sem var ljótt; hann rataði gæfunnar götur. hún gaf honum manndóm og þrótt. Sem þrumu frá heiðskírum himni eg heyrði — og varð ekki’ um sel — að stúlka í bænum hans biði — Eg bað að það færi alt vel. Svo kom hún — það leið ekki á löngu; hann leiddi’ ‘hana’ í kofann til mín— og sýndi mér konuna sína. — Já, sú var nú mentuð og fín! Eg sá þó strax eitthvað í svipnum, er sýndi’ hennar andlega mann: Og gömlum það gat ekki dulist, að grimd hafði vanskapað hann. Mér blöskraði tískan og tildrið; þó taldi eg það fyrir sig — En hún var svo geðill og grálynd — og grettin, ef leit hún á mig. Eg reyndi þó — guð veit eg reyndi, hvað reið og hvað ill sem hún var, að seiglast og svara’ ’henni engu.— — En sorgir í hljóði eg bar. Eg dugði við daglegu störfin, sem dýrgrip hún skoðaði sig: hún gáfuð og þaulmentuð þóttist, — og því leit hún niður á mig. Þeim mentun er mikilsverð blessun, sem með henni batnar og vex. — Þó eg næði’ ei mikilli mentun, til manns komust börnin mín sex. En viðbúðin versnaði þegar um vanþekking bríxlaði’ hún mér; en þegjandi þess konar glósur eg þoli’ engum — hver sem hann er. Eg henni í samkvæmi sagði — Eg sá að hún logaði’ af heift — þótt ég hefði’ ei stærðfræði étið og jafnvel ei sagnfræði gleypt, þá ætti’ hún það óunnið, kindin, að afreka dagsverkið mitt; og þó henni þætti það lítið, hún því mætti jafna við sitt. En eftir það leið ekki’ á löngu að lifðu þau tvö fyrir sig, en eg eins og útskúfað “ekkert” var einangrað hró fyrir mig. í smábýli farsæld má finna, ef fjölskyldan byggir þar ein; en höll fyrir heimili tveggja í heiminum finst ekki nein. Nú yrtum við hvorug á aðra, hvor aðra því virtum ei neins: hún lét sem hún sæi mig ekki, og svo varð eg smám saman eins. Sem reiðarslag! —rothögg það fanst mér — Eg reyndi að stilla mig þó — er Kalli minn kallaði á mig, svo kaldrænn — eg nærri því dó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.