Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 64
40 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA íslenskra handrita, smámyndum og skrautlegum upphafsstöfum. Er rit þetta því mikilvægur skerfur til sögu norrænnar og íslenskrar listar. En auk þess sem höfundurinn safn- aði efninu og valdi í þessa miklu og fallegu bók, sem lýsir skrautlist íslenskra handrita um þriggja alda skeið (1200-1500), skrifaði hann á ensku ítarlegan og fróðlegan inn- gang um íslenskt bókaskraut, er eyk- ur stórum á gagnsemd og gildi rits- ins. En með því var grundvöllur- inn lagður að framtíðar-rannsóknum á þessu sviði íslenskrar handrita- fræði. Sjálfur hefir Halldór Hermanns- son haldið áfram rannsóknum á því sviði með síðustu tveim bindum Islandica-safnsins. Hið fyrra þeirra (1938) er útgáfa af brotum þeim, sem til eru af íslensku þýðingunni af hinu fræga miðaldariti, Physi- ologus, en það var safn dýralýsinga, sem voru táknræknar og siðfræði- legar að öðrum þræði. Hið síðara (1940), Illuminated Manuscripts of the Jónsbók, ræðir um bókaskraut í handritum þeirrar frægu lögbók- ar frá 16. og 17. öld. Báðum þéssum bókum, sem prýddar eru ljósprent- uðum myndum, lætur höfundurinn fylgja gagnorðan og fræðandi for- mála. Framúrskarandi vandvirkni og nákvæmni einkenna hin mörgu fræðirit Halldórs Hermannssonar, og hann er maður smekkvís að sama skapi. Jafnframt hefir hann, eins og dr. S. Nordal sagði um hann í afmælisgrein í Nýja Dagblaðinu (1938), sýnt það í ýmsum ritum sín- um, “að hann er bæði hugkvæmur maður og skarpskygn.” Merkilegar tillögur hans (sjá eink- um Islandica 1933) um bætt skipu- lag á útgáfu íslenskra fornrita vöktu mikla athygli og hafa þegar borið þann ávöxt, að ný tilhögun var gerð á stjórn Árnasafns í Kaupmanna- höfn, og hefir hin nýja safnnefnd, sem hann á sæti í, gert ráðstafanir um útgáfur íslenskra fornrita í sam- ræmi við tillögur hans; en heims- stríðið hefir, illu heilli, orðið þröskuldur á vegi þeirra fram- kvæmda. Ritstörf Halldórs Hermannssonar bera því fagurt vitni sjaldgæfi'i fræðimensku hans og mikilli elju; en þau bera því eigi síður vitni, að höfundurinn er víðmentaður heims- borgari jafnframt því sem hann er sannur íslendingur, sem er heill og heiður þjóðar sinnar hugstætt al- vörumál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.