Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 123

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 123
Litlu sporin Efíir Svanhildi Þorsieinsdóífur Það er löngu orðið hljótt í bæn- um. María vakir ein. í litlu her- bergi uppi á lofti situr hún á rúm- stokknum hjá drengnum sínum. Hann sefur vært. Guðfinna er í fastasvefni í rúminu á móti. Þetta er um miðjan júlí og björt nótt. María stendur upp, gengur aö glugganum og opnar hann. Þokan teygir sig heim að túngarðinum. Við og við tístir fugl í næturkyrð- inni. Annars heyrist ekkert nema niðurinn í bæjarlæknum. — María sest aftur á rúmið hjá Óla litla. Hún hefir oft horft á hann sofa á kvöld- in. Það hefir verið hvíld eftir lang- an vinnudag. Nú sefur hann ekki fleiri nætur í þessu rúmi. Hann fer frá henni á morgun og kemur ekki aftur. Hún hefir átt ýmsar sorgir hér á Hrauni, en hún finnur, að þessi verður þungbærust þeirra allra. í þessu rúmi lá hún andvaka nótt- ina eftir að hún fékk bréfið frá Kristjáni, þar sem hann sagði henni, að þau gætu ekki giftst um haustið. eins og til stóð. Hún hafði aðeins ætlað að vera hér í kaupavinnu, en svo fékk hún að vera kyr. Hér fæddist Óli, stór og hraustur drengur. Meðan hún lá á sæng kom fréttin um, að Kristján væri giftur. María lá rúmföst í margar vikur. Þá var það sem sýslumannsfrúin kom í heimsókn, besta vinkona hús- freyjunnar á Hrauni. Sýslumanns- hjónin voru barnlaus, og frúin hafði gaman að drengnum og sýndi hon- um mikla blíðu. Hana langaði að fá hann til eignar. Veikindin höfðu bugað Maríu. Hún var hrædd um að geta ekki séð fyrir barninu. Hún átti engan að í heiminum nema Jóhannes bróður sinn, heilsulítinn og félausan, en honum hafði hún skrifað og fengið það svar, að hann gæti ekkert hjálp- að, þó hann feginn vildi. Sýslu- mannshjónin voru vel efnum búin. Maríu var leitt fyrir sjónir, hvílíkt lán það væri fyrir drenginn að kom- ast í slíkar hendur. Fyrir áeggjan húsmóður sinnar og annara þar á heimilinu, hét hún sýslumanns- frúnni að gefa þeim hjónum barn- ið. Það var afráðið, að frúin tæki Óla litla með sér, þegar hún færi heim, en um það leyti varð sýslu- maðurinn fyrir slysi og hún fór heim til að hjúkra honum og skildi Óla eftir. Hann átti að verða kyr á Hrauni fyrst um sinn, þangað til sýslumaðurinn væri aftur orðinn heill heilsu. Og það drógst, að Óli færi. Nú var hann kominn hátt á annað ár, og María var í kyrþey farin að vona, að ekki yrði úr því, að hann þyrfti að fara. En svo fékk sýslu- maðurinn embætti í öðrum lands- hluta, og nú vildu þau fá barnið með sér. Hjónin komu í dag. Sýslu- maðurinn hélt áfram, en frúin gisti á Hrauni í nótt. í fyrramálið kem- ur sýslumaðurinn aftur, og þá fara þau með Óla litla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.