Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 108
84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Johnson. Eftir það átti hún aðgang að öllum merkustu enskum tíma- ritum beggja megin hafsins. Árið 1894 kom fyrsta kvæðabók hennar út, prentuð á Englandi. Alls komu út 3 kvæðabækur eftir hana og heildarútgáfan af ljóðum henn- ar, “Flint and Feather,” hefir verið marg endurprentuð. Sjálfsagt hafði ungu canadisku skáldunum að einhverju leyti vaxið vængir við útgáfu “Söngvanna,” því árið 1892 var stofnað til kvæða- kvölds í Torontoborg, og þar lásu ýms skáld upp kvæði sín. Pauline Johnson flutti þar kvæði; var það I fyrsta skifti, sem hún las upp opin- berlega. Tígin og róleg í fasi gekk hún fram fyrir fólkið: en með leiftrandi augum og töfrum á tungu þrumaði hún yfir skáldin og Toronto búa, utanbókar, “Hróp Indíánakon- unnar.” — Drotning rauðra manna talaði þarna, fyrfr munn þjóðar sinnar, til sigurvegaranna, og skar ekki utan af orðunum. Af þessu skáldamóti gekk hún sigrandi af hólmi; og þó voru þeir staddir þar á þingi með kvæði sín Archibald Lampman, Duncan Campbell Scott og William Wilfred Campbell, sem allir voru, þá þegar, ágætis skáld. Toronto-blöðin lofuðu mjög list hennar, ekki einungis ljóðin, heldur engu síður snildar upplestur og leiklist, og var hrifningin svo al- menn, að hálfum mánuði síðar las hún kvæði sín fyrir fullu húsi í einum stærsta sal borgarinnar. Þannig byrjuðu 16 ára ferðalög hennar, fram og aftur um þetta land, frá hafi til hafs, báðu megin landamæranna. Margir ágætismenn reyndust henni hollvættir í sam- bandi við ferðir hennar hér í landi, hvort sem leið hennar lá um hálf- gjörðar óbygðir eða inn í fínustu samkomusali og leikhús stórborg- anna. En alstaðar var sama sagan: Hún kom og sá og sigraði. Þrjár ferðir fór hún til Englands og þar eignaðist hún marga vini og aðdá- endur, einkum meðal skálda og listamanna. Á ferðum sínum hér í álfu reyndi hún jafnan að komast í samband við Indíánana, lagði hún þá oft lykkju á leið sína. Þeir áttu hug hennar og hjarta. Þjóðsögur og ævintýri þeirra voru henni hug- næm. “Þjóðsögurnar frá Van- couver” sýna hve snildarlega henni lét að fara með þau efni, jafnvel steinarnir tala og segja frá mann- legum tilfinningum og þrám, segja frá sigrum, sem byggjast á mann- kostum, trúmensku, úthaldi og ó- eigingjarnri ást. í þjóðsögunum les skáldkonan sögu rauða mannsins — og sér þar sýnir. Það er frumstæður þróttur og seiðandi fegurð í hörpuslætti hennar, þegar hún kveður horfnar hetjur og hjartaprúðar konur fram úr skuggum fortíðarinnar, — fram úr þokuslæðum löngu dreymdra drauma. — En þó brennur sál henn- ar heitast yfir afdrifum Indíán- anna. Þar kveður hún við sama tón og valkyrja. Skáldkonunni svíður undan öllum óréttindum og ennþá sér hún menn kjósa sér Barrabas. í gegnum öll kvæði hennar geng- ur eins og rauður þráður aðdáun á réttlæti, sannleika og fegurð, fegurð jarðarinnar, fegurð mannlífsins, á að vera eign og óðal allra manna. Eftir því sem henni vex þroski, hugsjónir hennar hækka og stækka,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.