Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 19
steInunn gestsdóttIr
MenntavísIndasvIðI hÁskóla íslands
Sjálfstjórnun barna og ungmenna:
Staða þekkingar og þýðing fyrir skólastarf
Í greininni er fjallað um hugtakið sjálfstjórnun (e. self-regulation) sem felur í sér stjórnun
tilfinninga, hugsunar og hegðunar. Sjálfstjórnun barna og unglinga er nýlegt rannsóknar-
svið sem hefur vaxið ört erlendis á síðasta áratug en lítið hefur verið um umfjöllun og rann-
sóknir á þessu sviði á Íslandi. Í greininni er rætt um skilgreiningar á þessu yfirgripsmikla
hugtaki, rannsóknir sem lýsa þroska slíkrar færni í barnæsku og á unglingsárum og mikilvægi
sjálfstjórnunar fyrir annars konar þroska og getu, svo sem gengi í námi. Gefið er yfirlit yfir
stöðu þekkingar á fræðasviðinu á Íslandi. Að lokum er íhugað hvaða þýðingu efni þessarar
greinar kann að hafa fyrir skólastarf og áframhaldandi rannsóknir á Íslandi. Vonast er til
að greinin auki skilning rannsakenda á Íslandi, starfsfólks á vettvangi og stefnumótandi
aðila á hugtakinu sjálfstjórnun og mikilvægi slíkrar færni fyrir velferð barna og ungmenna.
Efnisorð: Sjálfstjórnun, þróun, börn, ungmenni, skólanám
inn gAng ur
Sjálfstjórnun (e. self-regulation)¹ lýsir hæfni fólks til að stjórna, breyta eða halda aftur
af eigin hugsun, tilfinningum eða hegðun í samræmi við reglur, viðmið, markmið
og áætlanir, ýmist meðvitað eða ómeðvitað (Baumeister, Schmeichel og Vohs, 2007;
Shonkoff og Phillips, 2000). Af þessari skilgreiningu má ráða að sjálfstjórnun er yfir-
gripsmikið hugtak sem lýsir margvíslegri hegðun fólks þegar það tekst á við um-
hverfið, allt frá barni sem heldur aftur af löngun til að berja frá sér þegar á því er brotið
til unglings sem beinir athygli að krefjandi verkefni í háværum bekk. Með sjálfstjórn-
unarhugtakinu er því lögð áhersla á sjálfræði einstaklings (e. agency), þ.e. virka aðild
hans að því að móta eigin þroska eins og fjallað verður um í þessari grein (Bandura,
2000; Brandstädter, 2006; Demetriou, 2000).
Uppeldi og menntun
21. árgangur 2. hefti 2012