Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 122
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012122
trú leikSkÓlabarna Á eigin getU
að sjá öðrum takast að vinna verkið, ekki síst eða jafnvel enn fremur að sjá jafningja
takast það. Til dæmis að sjá annað barn klæða sig í fingravettlinga; slík fyrirmynd eflir
trú barns á að geta það einnig. Bandura telur að því nær einstaklingnum í getu sem
fyrirmyndin er, þeim mun öflugri sé hún. Hvatning er þriðja stoðin og er þá átt jafnt við
hvatningu fullorðinna, barna og að umhverfið í heild hvetji til athafna. Þannig getur
leikskólakennari eða leikfélagi barnsins hvatt til og jafnvel aðstoðað það við að taka
fyrstu skrefin í að klæða sig í fingravettlingana. Umhverfið getur einnig eflt trú barnsins
á eigin getu, til að mynda með því að efniviður/námsefni sé barninu aðgengilegt þannig
að það geti athafnað sig sjálft. Bandura bendir ennfremur á að líðan eða dagsform geti
haft áhrif á trú á eigin getu; barn getur til dæmis verið þreytt, svangt eða illa fyrirkallað
og veigrað sér því við að takast á við verkefnið.
Almennt má segja að enginn hörgull sé á tilgátum og rannsóknarspurningum sem
fróðlegt væri að beita á leikskólastarf út frá kenningu Bandura. Vandinn er hins vegar,
sem fyrr segir, hvernig eigi að fara að við það.
uppEldisfræðilEg skráning sEm mÖgulEg úrlAusn
Eins og greint hefur verið frá eru sjálfsmatspróf, byggð á spurningalistum með
kvarðabundnum svarmöguleikum, hinar viðteknu aðferðir sem notaðar hafa verið í
rannsóknum á trú einstaklinga á eigin getu. Hér að framan var bent á að slíkar aðferðir
gangi ekki upp í rannsóknum á leikskólabörnum. Vegna málþroska barna er ekki unnt
að nálgast sýn þeirra á eigin getu með því að leggja fyrir þau skrifleg eða munnleg próf
af þessu tagi. Því er lýst eftir annarri nálgun, aðferðum sem henti börnum. Almennt
er vitað að til að fá sem marktækust svör í rannsóknum með börnum er mikilvægt að
þau hafi tækifæri til að vera í sínu eðlilega umhverfi en ekki tilbúnu umhverfi. Þá eru
börn meiri félagsverur en fullorðnir og tjá sig skýrast þegar þau eru „önnum kafin“ í
leik með öðrum börnum (Alcock, 2000).
Hér á eftir er stungið upp á mögulegu mælitæki sem annars vegar er byggt á hug-
myndum Simona Horáková-Hoskovcová (2006) en hún er ein fárra sem hefur varpað
fram hugmynd um mælitæki eða lýsingu á trú barna á eigin getu. Hins vegar byggist
mælitækið á skráningaraðferðum sem þróaðar hafa verið í leikskólum í Reggio Emilia
á Norður-Ítalíu.
Rannsókn Horáková-Hoskovcová (2006) fór fram heima hjá 3–6 ára leikskólabörn-
um. Auk hvers rannsakaðs barns voru á staðnum rannsakandi, foreldrar barnsins og
kennaramenntaður einstaklingur (sem barnið þekkti ekki áður). Heimsóknin stóð yfir
í 1,5–2 klst. Foreldrar barnanna svöruðu spurningalista um mat þeirra á trú barnsins á
eigin getu og viðtal var tekið við foreldrana með ljósmyndir til stuðnings. Þrenns konar
verkefni voru lögð fyrir barnið: 1) að hoppa, 2) að byggja úr kubbum með foreldri
(tekið upp á myndband), 3) að fara í búð og versla (þátttökuathugun). Niðurstöður
rannsóknarinnar voru meðal annars þær að rannsóknaraðferðirnar hefðu gefið raun-
hæfar og fullnægjandi upplýsingar um trú barnanna á eigin getu. Af rannsóknarnið-
urstöðunum má marka að barn var talið trúa á eigin getu þegar það: 1) gekk jákvætt
til verksins, 2) virtist hafa þá tilfinningu að ráða við aðstæður, 3) bjóst við jákvæðri