Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 180
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012180
nÁmSkrÁ í HeilSUrækt
sáttur við stöðu sína en ef stefnan er sú að auka eigi hreysti, heilsu og velferð allra ein-
staklinga þarf að virkja þá alla til heilsusamlegra athafna. Skólunum verður í auknum
mæli látið það eftir að marka stefnu um slíkt í skólanámskrám en ef fyrirmyndin er
ekki til staðar eða stefnan óskýr er hætt við að verkleg framkvæmd og kennsla verði
ekki til þess fallin að heilsa nemenda við lok grunnskóla batni frá því sem nú er.
ónotAð tækifæri
Almennur hluti aðalnámskrár hefur ekki áður gert heilsuhugtakinu eins hátt undir
höfði. Drög að námskrá í skólaíþróttum má í raun finna í smækkaðri mynd í almenn-
um hluta aðalnámskrár grunnskóla. Í kaflahluta 2.1.5 um heilbrigði og velferð er að
finna kjarnann í skólaíþróttum framtíðar. Þar er búið að setja stefnuna en henni er því
miður breytt í sérgreinanámskránni þar sem hún fær allt aðra umfjöllun og nálgun. Í
stað þess að boltinn sé gripinn á lofti og grunnþáttunum fylgt eftir í útfærslu sérgreina-
námskráa, eins og almenni hlutinn kallar eftir, þá er sveigt af braut og tenging við
grunnþættina í aðalnámskrá rofin. Í aðalnámskrá segir að starfshættir og aðferðir, sem
börn og ungmenni læra, séu undir áhrifum hugmynda sem fram koma í umfjöllun
um grunnþættina og að vinnubrögð kennara og annarra, sem starfa í skólum, eigi að
mótast af grunnþáttunum þannig að stuðlað sé að sjálfstæði, frumkvæði og þróun í
skólastarfi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012a). Þetta tækifæri er illa nýtt,
þótt það sé kjörið til nýsköpunar eins og eftirfarandi orðalag ber með sér:
Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu
samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði
og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta
dagsins í skóla. (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012a bls. 21)
Þetta hlutverk skólans sem hér að framan er nefnt er afar mikilvægt. Á grunnskólaaldri
eiga sér stað einna kröftugustu þroskabreytingar á líkamlegu og andlegu atgervi
mannverunnar. Hér duga því ekki skólaíþróttirnar einar og sér til að ná markmiðum
heilbrigðisyfirvalda. Skólastjórnendur og allir kennarar þurfa að taka höndum saman
og auka daglega líkamlega virkni skjólstæðinga sinna. Þeir þurfa að skipuleggja starf
sitt á forsendum nemenda en ekki tiltekinna námsgreina eða íþróttagreina. Heilsa og
velferð barns eða unglings er það sem máli skiptir. Námsgreinin, íþróttagreinin, hinir
ýmsu námsþættir eða leikir eru aðeins tæki til að mæta þörfum og markmiðum barns
eða unglings á leiðinni að auknum þroska.
Þar sem hinn almenni hluti aðalnámskrár gerir heilbrigði og velferð einstaklega góð
skil þurfa þeir sem vinna að drögum að nýrri námskrá í skólaíþróttum að yfirfæra
þann boðskap og setja hann í nýjan búning innan sérgreinarinnar. Þeir þurfa að þora
að breyta um stefnu í þágu fjöldans og fylgja þeirri hugsjón að skólinn eigi að vera
vettvangur og aflvaki heilsueflingar frá fyrsta degi í fyrsta bekk til þess síðasta í tíunda
bekk. Þessu markmiði má ná á ýmsan hátt en þungamiðjan getur aldrei orðið keppni í
gegnum íþróttagreinar. Ný námskrá í skólaíþróttum þarf að leggja grunn að framfara-
skrefum í heilsurækt og setja mark sitt á heilsueflandi grunnskóla í í upphafi 21. aldar.