Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 114

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 114
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012114 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU hve miklu leyti starf leikskólans beindist að því að efla stjórn barnanna sjálfra á eigin starfi, námi og lífi. Þó að hugtakið valdefling sé ættað úr öðrum fræðilegum herbúðum en hið sálfræðilega hugtak Bandura – það er úr búðum gagnrýnnar kenningar heim- spekinga á borð við Jürgen Habermas (1996) – má greina sameiginlega áherslu hjá báðum á sjálfsákvörðun og sjálfsvirkni; og enn almennari áherslu á sambandið milli hugmynda einstaklinga um sjálfa sig og þess hvernig þeir fóta sig í lífinu (sjá kaflann Sögulegar og heimspekilegar forsendur hér á eftir). Skemmst er frá því að segja að þegar fyrri höfundur tók að leita fyrirmynda um það hvernig kenningu Bandura hefði áður verið beitt á leikskólastarf kom í ljós að þar var ekki um auðugan garð að gresja. Jafnvinsæl og kenningin hefur verið í rann- sóknum á skólastarfi almennt, einkum á efri stigum, hefur henni lítið sem ekkert verið beitt í rannsóknum á leikskólastarfi (þ.e. á starfi barna í leikskólum; nokkrar rannsóknir liggja fyrir um trú leikskólakennara á eigin getu og áhrif hennar meðal annars). Fljótt kom í ljós að megintrafalinn hafði reynst vera aðferðafræðilegur: Ekki er hægt, af tiltölulega augljósum aðstæðum, að rannsaka trú leikskólabarna á eigin getu með sams konar spurningalista- eða sjálfsmatsprófum og viðtekið er að nota í rannsóknum á fullorðnum. Fyrri höfundur ákvað því að beina í þessari grein sjónum að því hvernig leysa mætti úr þessum aðferðafræðilega vanda með því að þróa annars konar mælitæki á trú leikskólabarna á eigin getu. Þar blasti, að hans dómi, við að nýta sér hlutlæga mælikvarða uppeldisfræðilegrar skráningar með því að laga þá að þörfum kenningar Bandura. En að því búnu tók rannsóknin enn á sig nýjan og óvæntan hlykk. Í lestri heimilda um sjálfsmatspróf, eins og þau sem einatt eru notuð í rannsóknum á trú á eigin getu fullorðinna, kom í ljós að þau eru síður en svo óumdeild þar heldur. Raunar má segja að huglægni sjálfsmatsprófa almennt hafi sætt síharðari gagnrýni á undanförnum árum. Þá vaknaði sú hugmynd hvort aðferðafræðilegar betrumbætur fyrri höfundar, sem upphaflega voru hugsaðar út frá þörfum leikskólastigsins ein- vörðungu, hefðu hugsanlega víðari skírskotun og gætu léð rannsóknum á trú á eigin getu í anda Bandura traustari aðferðafræðilegan grundvöll almennt. Á endanum má segja að þessi grein hafi tvíþætt sjónarhorn og þríþætta skírskotun. Fyrra sjónarhornið er leikskólamiðað en hið síðara aðferðafræðilegt. Fyrsta skírskot- unin er til rannsókna á trú leikskólabarna á eigin getu, önnur til aðferðafræðilegra vandamála slíkra rannsókna sérstaklega og hin þriðja til aðferðafræðilegra vandamála almennt við rannsóknir á trú á eigin getu og öðrum sjálfshugmyndum. Innifalið í fyrra sjónarhorninu og fyrstu skírskotuninni er meginmarkmið greinarinnar frá sjónarhóli höfunda en það er að beina sjónum að kenningu Bandura sem vannýttri auðlind til að rannsaka trú leikskólabarna á eigin getu. Endanlega rannsóknarspurningin er þessi: Hvernig er unnt að framkvæma árangursríkar rannsóknir á trú leikskólabarna á eigin getu í anda kenningar Bandura og hvaða aðferðafræðilegar ályktanir má draga af því fyrir rannsóknir á trú á eigin getu almennt? Hér er því ekki um hefðbundna gagna- greiningarrannsókn að ræða (þó að í einum kafla verði tekið dæmi um slíkar grein- ingar) heldur fremur aðferðafræðilega og á vissan hátt heimspekilega hugleiðingu þar sem dýpri spurningar eru undir en viðtekið er í rannsóknum á sálfræðilegum breytum á borð við trú á eigin getu. „Meta-aðferðafræðileg“ umræða – það er umræða um að- ferðafræði utanfrá en ekki aðeins innan þeirrar aðferðafræði sem rannsakandi hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.