Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 129

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 129
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 129 gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon eigin framkvæmda þegar hún fer inn í miðjan barnahópinn en ekki síður þegar hún fer frá hópnum til að skoða ljónamyndina. Lísa hafði barnahópinn sem fyrirmyndir og hvatningin var ljónaáhugi hennar og kennarinn notaði hann markvisst til að hvetja Lísu til þátttöku. ÞrAutAráð EðA Þjóðráð? Dæmin í kaflanum hér að ofan voru tekin til að sýna hvernig hægt er að ráða í trú leikskólabarna á eigin getu með aðferðum uppeldisfræðilegrar skráningar. Því verður ekki haldið fram að þessi greining, eins og hún var sett fram hér, teljist fullnægjandi til að „kvarða“ trú á eigin getu til aðgerðabundinnar nýtingar í fylgnirannsóknum (milli trúar á eigin getu og annarra breyta) í anda Bandura. Tilgangurinn var enda eingöngu sá að benda á „þrautaráð“ sem hægt er að nota þegar sjálfsmatsprófin þrýtur, það er að segja að sýna fram á að rannsóknir á trú leikskólabarna á eigin getu séu engin frágangssök þótt málþroski þeirra leyfi ekki viðteknar rannsóknaraðferðir. En ef til vill höfum við þar tekið of grunnt í árinni; ef til vill er „þrautaráðið“ í rannsókn á leik- skólabörnum einmitt „þjóðráð“ í rannsóknum á fullorðnum. Hyggjum nánar að þeim möguleika. Í kaflanum um heimspekilegar forsendur hér að framan var staðhæft að ef það sem talið er skipta máli í rannsókn er ekki hlutlæg ferli heldur „safn hugmynda“ hljóti að mega grennslast eftir slíkum hugmyndum með einföldum sjálfsmatsprófum, til dæmis spurningalistum. En málið er ekki alveg svona einfalt og borðleggjandi, eins og skýra má með samanburðardæmi: Hughyggjumenn um hamingjumælingar (sem telja hamingju það sama og upplifaða ánægju) hafa löngum talið sig betur setta, aðferða- fræðilega, en hluthyggjumenn um hamingjumælingar (sem telja hamingju byggjast á hlutlægri farsæld) – enda geti hinir fyrrnefndu einfaldlega spurt fólk að því hversu ánægt það sé. Megnið af félagsfræðilegum hamingjumælingum er raunar byggt á slíkri hughyggju um jafnt eðli hamingjunnar sem mælingu hennar. Þegar spyrjandi frá Gallup hringir í okkur um kvöldmatarleytið og spyr: „Hversu ánægð(ur) ertu með þann árangur sem þú telur þig hafa náð í lífinu?“ liggur þess konar hughyggja til grundvallar. Meinið er hins vegar að það hefur komið í ljós að allt að 60% munur getur verið á svörum fólks við slíkri spurningu eftir því hvernig það er fyrirkallað: Sá sem er nýbúinn að rífast við konuna sína eða smakka á ofpipruðum steikarbita kann að svara því að hann sé hundóánægður með líf sitt í heild en hinn, sem fann fjúkandi fimm- þúsundkall á götunni fyrr um daginn, að hann telji líf sitt í heild vel lukkað (Haybron, 2008). Dan Haybron, sem sjálfur er mikill hughyggjumaður um eðli hamingjunnar, telur þannig að jafnvel hughyggjukenningar krefjist hlutlægra mælikvarða sem taka ekki bara svör fólks hér og nú sem heilagan sannleika. Vandinn sem hér er vakið máls á er miklu víðfeðmari en sem nemur kenningum um hamingjuna og mælingar hennar. Um er að ræða þann almenna vanda sem kenndur hefur verið við „affective ignorance“; vanþekkingu okkar á ekki aðeins því hver við sjálf erum inn við beinið heldur hverjar hugmyndir okkar og tilfinningar um þetta sjálf í raun eru. Ljóðlínur nýrómantíska skáldsins Sigurðar Grímssonar (1922), „Mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: