Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 92

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 92
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201292 brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla hið nýja skólastig gerir til þeirra. Verkefnið er flókið og rannsóknir benda til þess að ástæðna brotthvarfs sé ekki einungis að leita í skólunum sjálfum, heldur einnig í félagslegum aðstæðum nemenda (Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson, 2002). Í meistaraprófsrannsókn Hjalta Jóns Sveinssonar (2009) (hér eftir kölluð fyrri VMA-rannsóknin) var stuðst við hugtökin trú á eigin getu (e. self-efficacy)¹ (Bandura, 1997; Schunk og Miller, 2002) og hvata til náms (e. motivation) (Pintrich og Schunk, 1996; Schunk og Miller, 2002) til að leita svara við því hvers vegna sumir nemendur á almennri námsbraut í VMA hættu námi á meðan aðrir héldu því áfram. Á þessari námsbraut eru þeir nýnemar sem ekki hafa náð nægilega góðum árangri í grunn- skóla til þess að komast inn á aðrar brautir skólans og þurfa því að fara í sérstaka undirbúningsáfanga í tilteknum greinum, einni eða fleiri, áður en lengra er haldið. Markhópur rannsóknarinnar var þeir nemendur á brautinni sem höfðu ekki náð til- skildum árangri í tveimur námsgreinum eða fleiri í 10. bekk. Til að mæta þörfum þessa hóps er dregið umtalsvert úr kröfum um bóklegt nám á fyrsta námsári almennu brautarinnar miðað við aðrar brautir. Í staðinn sækja nemendur svokallaðan undir- búningsáfanga og þeim er boðið upp á stóran verklegan áfanga sem gefur þeim færi á að kynnast mismunandi verknámsdeildum skólans, auk sérstakrar lífsleiknikennslu, fjórar kennslustundir í viku. Þetta er hugsað til þess að hvíla nemendur á hluta bók- námsins og gera þeim um leið skilin á milli skólastiga auðveldari, meðal annars að laga sig að áfangakerfinu. Fram kom í rannsókninni að þrátt fyrir þessar ráðstafanir, og ýmsar fleiri sem gripið hafði verið til, hættu um 60% þessara nemenda í skólanum innan tveggja ára (Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010). Það hafði verið tilfinning stjórnenda og kennara í VMA að trú þessara nemenda á eigin getu væri takmörkuð og hvati til náms lítill. Þetta varð hvatinn að því að rann- sóknin var gerð. Þátttakendur í henni voru tíu talsins, þá orðnir 22 ára. Þeir eru hér eftir kallaðir A-hópur. Sex þeirra höfðu hætt í skólanum eftir fremur skamma viðdvöl, tveir höfðu brautskráðst og tveir voru enn í námi í VMA. Rannsóknarspurningin var sú hvers vegna svo margir nemendur úr þessum hópi hefðu hætt og hver ástæðan væri fyrir því að sumir úr sama markhópnum höfðu haldið áfram. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að níu þessara einstaklinga höfðu átt við námsörðugleika að stríða, átta höfðu litla trú á eigin getu við upphaf skólagöngu sinnar í VMA og sex höfðu það meginmarkmið að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og hættu af þeim sökum fljótlega í skólanum (Hjalti Jón Sveinsson, 2009; Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010). Niðurstöðurnar vöktu ýmsar áleitnar spurningar sem lutu ekki síst að því hvað skólinn gæti gert betur til þess að koma í veg fyrir brotthvarf svo margra úr hópi þeirra nemenda sem illa stóðu að vígi að loknum grunnskóla. Þá vakti rannsóknin jafnframt áhuga á að kanna viðhorf, líðan og reynslu þeirra nemenda sem náð höfðu góðum árangri í grunnskóla og gátu strax við innritun í VMA hafið nám á þeim brautum sem þeir kusu. Því var afráðið að gera nýja rannsókn þar sem athyglinni væri beint að þessum markhópi. Þessi rannsókn er hér eftir kölluð síðari VMA-rannsóknin og þátt- takendur í henni B-hópur. Markmið hennar var að afla hliðstæðra gagna frá þessum hópi og áður hafði verið aflað frá A-hópnum um reynslu af framhaldsskólanámi, trú nemenda á eigin getu og hvata þeirra til náms, reynslu af skilum milli skólastiganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.