Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 26
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201226
SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna
speech) við lausn flókinna verkefna og leika leiki sem þjálfuðu minni, svo sem að
syngja lag sem leiðbeindi þeim við tiltekt. Þessar aðferðir miða að því að gefa barninu
tæki sem auðvelda því að beina athygli, fylgja leiðbeiningum sem fela í sér nokkur
skref og halda aftur af hegðun án þess að vera háð leiðbeiningum kennara (sjá nánari
lýsingu í Diamond o.fl., 2007). Að þjálfun lokinni sýndu börn í tilraunahópi mun meiri
getu til að stjórna athygli, nota minni og breyta hegðun í samræmi við fyrirmæli en
börn í samanburðarhópi.
Niðurstöður nýlegra rannsókna sem sýna að hægt er að stuðla markvisst að auk-
inni sjálfstjórnun á leikskólaaldri hafa orðið til þess að aukin áhersla hefur verið lögð
á að styðja slíka færni ungra barna í skólastarfi í Bandaríkjunum og Evrópu. Með
slíkum aðgerðum er vonast til að öll börn verði fær um að taka þátt í skipulögðu
skólastarfi og standi jafnt að vígi þegar þau hefja grunnskólagöngu. Vonast er til að
það geti spyrnt við þeirri þróun að bilið á milli barna sem standa vel og illa við upp-
haf skólagöngu breikki eftir því sem á líður (von Suchodoletz, Steinunn Gestsdóttir,
Wanless, McClelland, Gunzenhauser, Freyja Birgisdóttir og Hrafnhildur Ragnars-
dóttir, í prentun; Leseman, 2009; McClelland o.fl., 2010). Stuðningur við sjálfstjórnun
er sérstaklega mikilvægur fyrir börn sem alast upp við erfiðar aðstæður, svo sem harð-
neskjulega uppeldishætti, en margsinnis hefur verið sýnt fram á að börn foreldra sem
nota refsingar, eru ekki næm fyrir þörfum barna sinna og sýna þeim litla hlýju eiga
erfitt með að læra að stjórna eigin tilfinningum, hugsun og hegðun (Colman, Hardy,
Albert, Raffaelli og Crockett, 2006).
sjálfstjórnun á unglingsárum
Þegar fólk stendur frammi fyrir nýjum og krefjandi aðstæðum er mikilvægt að það geti
stjórnað tilfinningum, hugsun og hegðun til að takast á við þær með árangursríkum
hætti. Því má ætla að vægi sjálfstjórnunar sé sérlega mikið á unglingsárum þegar fólk
gengur í gegnum líkamlegar, sálfræðilegar og félagslegar breytingar (Lerner og Stein-
berg, 2009; McClelland o.fl., 2010). Þó að fræðileg umfjöllun og nokkur fjöldi rann-
sókna bendi til að geta til sjálfstjórnunar taki miklum breytingum á unglingsárum
og að hún stuðli, líkt og á yngri árum, að farsælli þroskaframvindu, eru rannsóknir
á þróun og mikilvægi þessara ferla á unglingsárum mun styttra á veg komnar en
rannsóknir á sjálfstjórnunarfærni yngri barna (Demetriou, 2000; Shonkoff og Phillips,
2000).
Frá því að fræðileg umfjöllun um unglingsár hófst hafa kenningar um þroska lýst
aukinni getu fólks til flókinnar hugsunar, svo sem rökhugsunar, sem einu af megin-
einkennum þessa tímabils (sjá til dæmis Piaget, 1957). Nú þykir sýnt að slíkar breyt-
ingar á hugsun megi rekja að hluta til líkamlegs þroska. Ólíkt því sem áður var talið
tekur heilinn töluverðum breytingum á unglingsárum þó að hann nái næstum fullri
þyngd í barnæsku (Zelazo og Lee, 2010). Líkt og á leikskólaaldri verða breytingar
bæði á uppbyggingu og virkni heilans, sérstaklega í framennisberki, en virkni í þeim
stað heilans tengist stjórnun tilfinninga, hugsunar og hegðunar (Magar, Phillips og
Hosie, 2010; Quinn og Fromme, 2010; Steinberg, 2010; Zelazo og Lee, 2010).