Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 28

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 28
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201228 SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna foreldrar iðulega eftirlit með unglingum, bæði hvað varðar nám og félagslíf, sem setur aukna ábyrgð á herðar unglingsins og gerir honum kleift að leita nýrra leiða til að vinna að markmiðum. Auknar kröfur um sjálfstjórnun geta einnig stuðlað að aukinni sjálfstjórnunarfærni; þegar ungmenni setur sér raunhæf markmið skapar það jákvæða mynd af eigin vinnulagi (e. positive working models) og fær aukna trúa á eigin getu á því sviði (e. self-efficacy), sem aftur stuðlar að enn frekari sjálfstjórnun (Demetriou, 2000; Shonkoff og Phillips, 2000). Sjálfstjórnun á unglingsárum hefur sennilega verið mest skoðuð í tengslum við gengi í skóla. Zimmerman (2002) er frumkvöðull á sviði sjálfstjórnunar í námi (e. self- regulated learning). Zimmerman og Schunk (2001) lýsa þremur undirþáttum sjálf- stjórnunar í námi, þ.e. áætlanagerð, aðgerðum, og sjálfsmati. Þegar nemandi beitir sjálfstjórnun í námi getur hann sett sér markmið í náminu, valið viðeigandi námsað- ferðir hverju sinni, stjórnað áhugahvöt, nýtt tímann vel og lagt mat á eigin hegðun og hvernig honum gengur að ná námsmarkmiðum sínum (Zimmerman, 2002). Nemandi sem á auðvelt með slíka stjórnun er líklegur til að vinna að fyrirfram ákveðnu verk- efni í stað þess að verja námstíma á ómarkvissan hátt, beina athygli að krefjandi verk- efni í stað þess að fara að gera eitthvað annað og leita sér upplýsinga eða hjálpar ef illa gengur með tiltekið verkefni í stað þess að nota aðferðir sem ekki gagnast eða gefast upp. Með þessum hætti stuðlar nemandinn að góðu námsgengi sínu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á tengsl slíkrar sjálfstjórnunar í námi og farsæls námsgengis (Zimmerman, 2002). Vægi sjálfstjórnunar er mikið þegar að heimanámi kemur, þar sem nemandinn má ekki truflast af öðru áreiti, þarf að setja sér vel skilgreind mark- mið, taka frá stund og stað fyrir heimanámið og halda sig að verki þó félagslíf, tölvur og annað skemmtilegt kalli, allt án stuðnings frá kennara. Þrátt fyrir mikilvægi sjálf- stjórnunar og heimanáms fyrir námsgengi á unglingastigi telja rannsakendur algengt að kennarar byggi leiðsögn við heimaverkefni um of á eigin reynslu og líti fram hjá rannsóknarniðurstöðum um markvissar aðferðir við að kenna nemendum að stunda heimanám með árangursríkum hætti (Trautwein, Köller, Schmitz og Baumert, 2002; Zimmerman, 2002). Aukið sjálfstæði og valfrelsi sem einkennir unglingsárin gerir það einnig að verk- um að hegðun unglinga getur haft alvarlegri afleiðingar fyrir þroska þeirra en áður. Niðurstöður rannsókna staðfesta slík tengsl, það er að geta unglinga til að stjórna eigin tilfinningum, hugsun og hegðun geri þeim kleift að sporna við þrýstingi á að taka þátt í óæskilegri hegðun. Einnig virðast unglingar sem hafa góða hæfni til sjálf- stjórnunar eiga auðveldara með að sjá fyrir mögulegar neikvæðar afleiðingar áhættu- hegðunar og leita því frekar leiða til að varast slíka hegðun (Raffaelli og Crockett, 2003). Unglingar sem eiga auðvelt með að stjórna tilfinningum, hugsun og hegðun eru til að mynda ólíklegri til að taka þátt í ýmiss konar óæskilegri hegðun, svo sem óábyrgri kynhegðun og lotudrykkju (e. binge drinking) (Brody og Ge, 2001; Mischel, Shoda og Peake, 1988; Moilanen, Crockett, Raffaelli og Jones, 2010; Quinn og Fromme, 2010). Rannsókn Raffaelli og Crockett (2003) sýndi til að mynda að ungmenni sem höfðu til að bera góða sjálfstjórnunarhæfni við upphaf unglingsáranna voru ábyrgari í kynhegðun fjórum árum síðar. Nánar tiltekið voru unglingar sem áttu auðvelt með að stjórna tilfinningum sínum og hugsun (til dæmis að hemja reiði eða beina athygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.