Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 178
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012178
nÁmSkrÁ í HeilSUrækt
og sköpun (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012a). Í umfjöllun um þessa
grunnþætti segir að þeir eigi sér stoðir sem hafa skuli að leiðarljósi við námskrárgerð.
Jafnframt segir:
Grunnþættirnir eiga sér stoð, hver með sínum hætti, í löggjöf fyrir leikskóla, grunn-
skóla og framhaldsskóla. Einnig er sótt til annarrar löggjafar þar sem finna má
ákvæði um menntun og fræðslu í skólakerfinu, svo sem í lögum um jafnan rétt og
jafna stöðu kvenna og karla. Enn fremur er stuðst við stefnu stjórnvalda í ýmsum
málaflokkum, t.d. ritinu Velferð til framtíðar um áherslur í stefnu um sjálfbæra þróun.
Einnig er tekið tillit til alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að, svo sem Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og stefnu alþjóðlegra stofnana sem Ísland er aðili að. Þar
má nefna stefnumörkun UNESCO um almenna menntun og um sjálfbæra þróun og
stefnumörkun Evrópuráðsins um lýðræði og mannréttindi. Við mörkun stefnunnar
sem birtist í skilgreiningu grunnþáttanna er einnig höfð hliðsjón af hugmyndum
um fagmennsku kennara og reynslu úr þróunarstarfi í leikskólum, grunnskólum og
framhaldsskólum í landinu. (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012a, bls. 14)
Grunnþættirnir eiga að snúast um læsi á samfélagið, segir í aðalnámskránni, en einnig
menninguna, umhverfið og náttúruna. Þannig læra grunnskólanemar að byggja sig
upp andlega og líkamlega, læra að bjarga sér í samfélaginu og vinna í sátt og sam-
lyndi við aðra. Við lok grunnskóla á síðan að meta hvernig þessir sex grunnþættir
hafi sett mark sitt á leik og nám einstaklingsins. Grunnþættirnir eiga að fléttast inn í
allt skólastarf, segir í almennum hluta aðalnámskrár. Þeir eiga að geta endurspeglast
í starfsháttum og vera sýnilegir í inntaki námsgreina og námssviða. Grunnþættirnir
sex eiga jafnframt að fléttast inn í aðalnámskrár á öllum skólastigum þannig að starfs-
hættir og aðferðir sem börn og ungmenni læra, til að mynda í íþróttakennslu, taki mið
af þeim öllum.
hEilbrigði og VElfErð
Við fyrstu sýn er heilbrigði og velferð ef til vill sá grunnþáttur sem stendur skólaíþróttum
næst allra námsgreina. Þó að þessi þáttur eigi einnig almennt að standa mannverunni
næst fer þó oft lítið fyrir skilningi skólastjórnenda á heilbrigði og velferð þegar kemur
að útfærslu viðmiðunarstunda til einstakra námsgreina, þar á meðal skólaíþrótta.
Heilsuþátt skólaíþrótta þarf meðal annars að skoða út frá skilgreiningu Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar (e. World Health Organization) á hugtakinu heilsa, en það
á við um líkamlega, andlega og félagslega velferð, ekki einvörðungu það að vera laus
við sjúkdóma eða hrumleika (Petersen, 2009). Ekki þarf síður að skoða skólaíþróttir
með tilliti til versnandi heilsufarsstöðu barna og unglinga þegar kemur að áhættu-
þáttum hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni (Peluso o.fl., 2012). Ef til vill er það
tímabært að breyta um heiti á námskrá í skólaíþróttum fyrir grunnskólanemendur og
kalla hana námskrá í heilsurækt.
Íþróttakennarar ljúka nú fimm ára háskólanámi í íþrótta- og kennslufræðum til
að hljóta kennsluréttindi. Á námsferli sínum fá þeir meðal annars sérhæfða kennslu