Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 130

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 130
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012130 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU fannst ég finna til“, hafa löngum verið hafðar í flimtingum: Hvernig gæti manni enda skjátlast um eigin sársauka? En Sigurður er hér sá sem hlær best og síðast því að í ljós hefur komið að aðrir virðast oft hafa betri innsýn í sársauka og gleði persónu en hún sjálf (Haybron, 2008). Fyrst þetta gildir um (að því er virðist) jafn „hráar“ tilfinningar og sársauka og gleði, hvað þá um miklu flóknari tilfinningar og sjálfshugmyndir á borð við trú á eigin getu? Hví skyldu einfaldar spurningar í sjálfsmatsprófi geta leitt í ljós hver sú trú í raun er? Skemmst er frá að segja að mikil fræði eru til um vankanta sjálfsprófa. Í þekktri bók Nisbetts og Ross (1980) fjalla þeir um ályktanir fólks og mannleg mistök. Þeir benda á að fólk beiti oft almennum þumalfingursreglum (e. heuristics) til að draga ályktanir, jafnt um sjálft sig og annað fólk. Slíkt mat geti ekki talist vera marktæk mæliaðferð; til dæmis skapi forhugmyndir fólks bjaganir í ályktunum þess, ekki síst um eigin gjörðir og hvatirnar að baki þeim. Nisbett og Ross (1980) telja ríka tilhneigingu hjá fólki til „sjálfsfegrunar“ eða „falskrar jákvæðni“ og hún aukist eftir því sem orð í spurningum eru persónulegri í sjálfslýsingum. Þeir ganga út frá því að maðurinn öðlist þekkingu á sjálfum sér á sama hátt og hann öðlast þekkingu á öðrum félagslegum þáttum – með því að skoða sjálfan sig sem hlutveruleika – og þar af leiðandi birtist samskonar villur einatt í mati okkar á eigin gjörðum og birtast í mati okkar á öðrum ytri ferlum. Nisbett og Ross telja hæfni einstaklinga til að meta sjálfa sig þannig almennt vera takmarkaðri og ómarktækari en talið er í sjálfsmatsprófum (1980, bls. 226). Akkilesar- hællinn hér er sjálfsógagnsæi okkar: Minning um sjálf okkur, líkt og minning um aðra, er óáreiðanleg (1980, bls. 198). Túlkun okkar á staðreyndum ræðst af því hvert athygli okkar beinist í það og það skiptið; og slíkt ræðst síðan oft af tilviljanakenndum, að- stæðubundnum og persónubundnum þáttum. Kennari sem hefur til dæmis, að eigin mati, þær forhugmyndir um það hvernig æskilegt skólastarf eigi að vera að hlusta beri á hugmyndir allra barna óháð kyni, kynþætti, lundarfari eða öðru, tekur ekki eftir að eitt barnanna leggur mikið á sig til að fá „áheyrn“ leikskólakennarans. Hann „heyrir“ ekki í barninu fyrr en hann skoðar myndbandsskráningu af atvikinu. Að auki er rík tilhneiging hjá fólki til að staðfesta þá niðurstöðu sem það telur að rannsakandi vilji komast að (þóknunaráhrif). Þekkt dæmi eru til að mynda af endurteknum prófum þar sem einstaklingar eru beðnir að leggja mat á það hvort lýsing á stjörnumerki þeirra eigi við persónuleika þeirra. Þeir fá í hendur umslag með persónulýsingu úr „þeirra merki“. yfirgnæfandi meirihluti fellir jafnan þann dóm að lýsingin „smellpassi“ við þá; það er ekki fyrr en eftirá sem þeim er trúað fyrir því að allir fengu í raun sömu lýsinguna, óháð því hvenær ársins þeir voru fæddir. Nisbett og Ross benda í fram- haldinu á að í heppnuðu mati einstaklinga felist margir og flóknir huglægir og hlut- lægir þættir. Til dæmis: Í því að meta lengd rétt með „smiðsauga“ einu saman koma fjölmargir ytri þættir við sögu; sjónarhorn, skynjun á brúnum og hornum, birta, stað- alímyndir og fleira (1980, bls. 203–204). Í bók þeirra felst skilyrðislaus ábending til rannsakenda um að leita hlutlægari mælikvarða en einfaldra sjálfsmatsprófa, jafnt á meint „huglæg, innri“ ferli sem „hlutlæg, ytri“ ferli. Eins og áður var nefnt telja Usher og Pajares mikilvægt að rannsakendur finni ná- kvæm mælitæki sem nái til margra vídda (e. multidimensionality) við að mæla trú einstaklinga á eigin getu (2008b, bls. 759). Í ljósi framangreindrar umfjöllunar Nisbetts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: